Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 3
tJNGA ISLAND 91 þeim hátíð ljóssins. Það eru þau einnin hjá oss, sem kristnir erum, en þó í alt annari merkingu. Öll vor jólahelgi er tengd við litið, ómálga barn, sem fæddist fyrir nær- felt 2000 árum í fátæklegu fjárhúsi suður á Gyðingalandi. Þetta barn óx, og varð, í andlegum skilningi, ljós- gjafi alls heimsins, fyrirmynd allra barna. Þess vegna er fæðingarhálíðin lians sérstaklega hálíð barnanna. AI- drei hafa slíkir fyrirburðir skeð, sem nóttina helgu, þegar Jesús fæddist. Aldrei hefir bjartari stjarna skinið á himinhvolfinu, en sú, er varpaði geisl- um sínum inn í fjárhúsið þar sem Jesús lá í jötunni, og lýsli upp livern krók þess og kitna með óumræðilegri birtu og ljómaði kringum fjárhirðana í náttmyrkrinu, skyndilega, svo þeir urðu hræddir. Aldrei hefir mannkyn- inu verið fluttur jafn dýrðlegur boð- skapur og gleðiboðskapur jólanna, um frið á jörð og velþóknun guðs yfir mönnunum. Þessi boðskapur hljómar enn, á liverjum einustu jól- um, alstaðar, um alla jörð. Þess vegna eru jólin hátið Ijóssins og frið- arins. í svartasta skammdeginu lýsa þau og verma eins og stjarnan un- aðslega og undurbjarta, sem ljómaði yfir Gyðingalandi, nóttina sem Jesús fæddist. Engin hátíð jafnast á við jólin. Engin hátíð hefir jafn fagra þýðingu og jólahátíðin. Vér viljum vera góð við alla á jólunum. Öllum viuum vorum og kunningjum, nær og fjær, sendum vér hlýjar jólakveðjur. Það er eins og þeir færist nær oss um jólin, jafnvel þó þeir séu langt í burtu, því þá hugsum við til þeirra og þeir til vor, enn þá meir en endranær. Enginn ber illan hug til annara um jólin, og öll óskum við og vonum að öllum megi líða vel á jólunum. Við vitum það að um jólin eru jóla- englarnir á ferð niðri á jörðu og færa oss jólafrið af hæðum. Og allar hlýju kveðjurnar og góðu liugsanirnar, sem á jólunum berast manna á milli, eru líka sendiboðar friðarins, og vinna með jólaenglunum að því, að breiða út boðskapinn, sem englarnir íluttu fjárhirðunum nóttina helgu, boðskap friðar og kærleika. Við enga hálíð eru bundnar eins margar fagrar venjur og siðir og við jólahátíðina. Jólasiðirnir eru með ýmsu móli í hverju landi, og er ekki hægt að segja vel frá þeim i þetta sinn. Öll börn búast við að fá jóla- gjafir og sum fá líka falleg jólatré. Það eru liá og beinvaxin grenitré, sem prýdd eru Ijósum og ýmsu skrauli og jólagjafirnar eru hengd- ar á. Svo ganga börn og fullorðnir kringum tréð og syngja jólasálma, og allir fá gjafir af trénu. En sum- staðar þekkjast jólatrén alls ekki. Þar eiga börnin góðan vin, sem færir þeim jólagjafirnar. Það er jólamað- urinn, Santa Klás heitir hann. Það er gamall maður með sitt skegg, í stórri kápu, með loðhúfu á höfði. Hann gleymir engu góðu barni, og ef

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.