Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 10
98 UNGA ÍSLAND sem að þeim er rétt, þeir hnupla alt- af einhverju líka, en eg varð nærri að neyða hann til að taka við þvi, sem eg var að rétta að honum«. »Kannske þig langi að óska þér einhvers«, mælti bóndi við konu sína og brosti. »Það má gjarnan reyna það. Áður átti sér stað ýmislegt, sem nú ekki tíðkast, en ef það er alvara þín að gefa mér aðra óskina, þá óska eg að okkur skorti aldrei fé«, mælti konan. »Þá óska eg þess að við jafnan verjum því vel«, mælli bóndi og leit gletnislega til konu sinnar. »Það gengur okkur nú víst að ósk- um, altént á meðan þú hefir lykla- ráðin«, sagði konan og hló. »Viltu sækja budduna mína, liún er í skápnum?« mælti bóndi. »Hvað áttu mikið í lienni?« sagði konan og fór. »Þrjú mörk. Betur að það hefðu verið fimm dalir, þá hefði eg getað borgað það sein eg skulda herra- garðseigandanum. Mig langar ekki til að láta krefja mig um fé, en hvað- an á maður að fá féð?« mælti hóndi. »Eru það ekki nema þrír dalir í buddunni«, mælti konan og fór að lína peningana fram á borðið. »Teldu nú, en eg skal tína þá úr buddunni«. Fyrst komu átta skildingar, svo eitt ríkisort, þá fleiri smápeningar og loks komu fimm glitrandi silfurdalir. Konan slepti buddunni af ótta og baðaði út höndunum, svo hissa varð hún. Þegar kolbóndinn var búinn að borga skuld sína, var mikið af pen- ingum í buddunni hans, og liálf undr- andi var hann yfir þessu öllu. Eilt- hvað var líka dularfult við þetta, því næsta vor byrjaði kotbóndinn að viða að í íbúðarhús, bæði trjávið og grjót. Smiðirnir kornu og tóku til starfa. Það var sífelt smíðisglamur að heyra í kotinu, og siðla sumars var stórt og fallegt íbúðarhús komið þar, sem baðstofukofinn gamli hafði staðið, og slórar hlöður fullar af heyi og korni. Alt var hið myndar- legasta að sjá, livort heldur það var úti eða inni. Hinn auðugi nábúi og mikilláta konan hans, ætluðu alveg að springa af forvitni og öfundssýki yfir því hve vel kotbóndinn komst af. Þau skildu ekkert í livernig á því stóð að kot- bóndinn hafði fé til alls. Loks hafði herragarðseigandinn orð á því við kotbóndann, er hann mætti honutn á brúnu klárunum hans, er taldir voru hesta gjörfulegastir í sveitinni. »Hvernig er því annars varið að þú hefir alt af nóg af peningum, hef- ir þú fundið fjársjóð í jörðu, eða hefir þú rænt menn fé sínu?« mælti lierragarðseigandinn. »Hvorugt liefi eg gert«, mælti kot- bóndinn, »en vel má eg segja þér livernig á þessu stendur«. Síðan sagði hann ríka bóndanum frá komu bein- ingamannsins um jólin og óskunum, sem hann liafði gefið sér. »Nú jæja, er því svona varið« sagði slórbóndinn, »mér má vitanlega standa á sama, því þetta kemur mér ekki við«. »Viljir þú finna hann, þá gefst þér þess kostur um næstu jól, því þá verður hann á ferð«, mælti kotbónd- inn. Þegar herragarðseigandinn kom heim, gat hann satt forvitni konu sinnar um orsakir auðsældar kot- bóndans, en þá vaknaði fíkn hennar í peninga. Hugsa sér það að mega óska sér eftir eigin geðþótta livers sem maður vildi, og ekki einu sinni heldur tvisvar. Ef lienni auðnaðist það, gæli liún óskað sér stærðar ámu

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.