Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 13
UNGA ÍSLAND 101 Af kotbóndanum er það að segja, að hann býr enn stórbúi í sæld og ánægju. K Ódáins veigar. Svikari nokknr kom einu sinni til keisarans í Kína og bauð honum ílösku með dökkum vökva, til kaups. »Hver sem drekkur þennan vökva«, sagði hann, »deyr ekki«. Keisarinn varð himinglaður, er hann heyrði þetta og keypti flöskuna fyrir afar verð. Einn af hirðmönnunum reyndi að koma í veg fyrir, að keisarinn gerði þessa yfirsjón, en það k.om fyrir ekki. Þegar keisarinn ætlaði að drekka úr flöskunni, lirifsaði hirðmaðurinn hana af honum, setti hana á munn sér og drakk úr henni í einum teig. Keisarinn varð ofsareiður og dæmdi hirðmanninn til dauða. »Hafi þessi vökvi gert mig ódauð- legan«, mælti hirðmaðurinn, »þá get- ið þér ekki rænt mig lífinu, en getið þér svift mig því, þá hefir vökvinn verið ónýtur, og þá hefi eg ekkert unnið til saka? Við þessi orð spektist keisarinn og sá nú, hve grunnhygginn hann hafði verið. Hann náðaði hirðmanninn og hældi honum fyrir visku hans. Margir hafa unnið til þeirra verð- launa, sem heitið var í 12. tbl. f. á. Myndin hefir verið send öllum, sem ferð hefir fallið til. Reynt verður að ganga vel frá myndinni og senda hana í pósti lil þeirra, er ekki hafa getað tekið hana á afgreiðslunni. Þar sem Unga ísland er lítið út- breitt, ættu unglingar að afla þvi nýrra kaupenda. Þeir sem útvega blaðinu minst 20 nýja kaupendur fá auk þeirrá hlunninda, sem getið er um í næstu auglýsingu, 15 kr. hlut (sjónauka, Ioftvog eða eitthvað þess háttar). Unga ísland þakkar innilega öllum þeim, er hafa léð því lið á þessu ári. Nýir kaupendur að næsta árgangi Unga íslands fá gefins um leið og þeir borga blaðið I.—III. hefti af Barnabók U. ísl. og myndina af Jóni Sigurðssyni og Matth. Jochumssyni á meðan þær endast. Árgangurinn kostar kr. 1,50. Þeir sem útvega 6 nýja kaupendur fá steinprentaða stofumynd. Sams konar og auglj^st var i 12. tbl. f. á. Innlendir útsölumenn að 3— 5 eint. fá árganginn fyrir kr. 1,35 6—19 — --------— — 1,25 20 — --------— — 1,15 Útlendir útsölumenn að roinst 5 eint. fá 20% í sölulaun. Erlendis kostar blaðið kr. 1,85. Allir foreldrar ættu að láta börn sín kaupa Unga ísland. Útgefendur: Stelngr. Arason. Jöruudur Brynjólfsson Prentsmiðjan Gutenberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.