Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 4
92 UNGA ÍSLAND börnin að eins muna eftir að hengja sokkana sína á rúmstólpana, þegar þau hátta á aðfangadagskvöldið, mega þau vera viss um að Santa Klás kemur um nóttina akandi í hrein- dýrasleðanum sínum, fer ofan um reykháfinn og lætur gjafir í sokkana þeirra. Ef til vill fá ekki öll börn miklar jólagjafir, en við vonum að þau fái þó öll jólakertið sitt og ein- hverja nýja flík, svo þau fari ekki í jólaköttinn. En öll góð börn geta verið glöð og ánægð um jólin þó ekki fái þau miklar jólagjafir, því þau vita það að á jólunum fæddist Jesús, sem er vinur allra barna. Á aðfangadagskvöldið eru allar kirkjur ljósum prýddar. Allar kirkju- klukkur um alla jörð hringja þá inn jóláhátíðina, og alstaðar streymir prúðbúið fólk, ungir og gamlir, börn og fullorðnir í kirkjurnar til þess að hlýða á gleðiboðskap jólanna. Áhyggj- ur og strit daglega lífsins hverfa fyrir þessu eina að — jólin eru komin. Gleðileg jól! I. K Fyrsta jólatréð mitt. Aldrei hefir mér þótt eins vænt um nokkurt jólatré, eins og fyrsta jóla- tréð mitt. Það var ólíkt jólatrénu ykkar, börnin góð, en það gerði ekk- ert til. Þegar eg skemti mér við það, þá hafði eg ekki séð venjulegt jólatré, líklega varla heyrt það nefnt. Nú skal eg segja ykkur ofurlítið af fyrsta jólatrénu mínu, og öðrum minning- um mínum frá þeim jólum. Eg hefi líklega verið 4—5 ára að aldri; þá átti eg heima langt uppi í sveit. Bærinn minn var torfbær, eins og margir bæir hér á landi eru enn í dag. Baðstofan var öll þiljuð innan og var stór og rúmgóð eftir því sem þá gerðist. En frambæjarhúsin voru öll úr torfi og grjóti. Lengi hafði eg hlakkað til jólanna, og oft þurfti eg að spyrja mömmu mina hvenær þau kæmi. Hún sagði mér í hvert sinn er eg spurði, að þau kæmi nú bráðum, en mér fanst þetta »bráðum« aldrei ætla að taka enda, og var víst ekki trútt um að eg færi að skæla stundum af þeirri orsök. En mamma kunni ráð til þess að hugga mig. Hún tók mig upp í kjöltu sína, eða lét mig setjast hjá sér og raulaði svo fyrir mig þuluna: Kátt er um jólin og koma pau senn. Lét eg þá venjulegast huggast og fanst jafnvel stundum að nú væri jólin komin sjálf, eða að þeirra yrði varla langt að bíða. Loks rann Þorláksmessudagur upp. Þá vissi eg að jólin voru nærri kom- in. Og eg vissi meira. Eg mundi eftir að mamma hafði sagt mér að þann dag ætti að steypa öll jólakertin. Það var svo dæmalaust gaman að sjá þegar strokkurinn var fyltur af heitu vatni og bræddri tólg. Svo var vafið utan um hann gömlum ábreið- um, til þess að ekki skyldi kólna í honum, og svo var komið með mörg rök úr ljósagarni, og þeim dýft ofan í tólgina og látin kólna á milli, til þess að tólgin gæti storknað vel á þeim. Það var nærri eins mikið gam- an að sjá alt þetta eins og að fá kerti. En ekki mátti eg samt koma of nærri, þá hefði eg ef til vill felt kertin. Og svo komu blessuð jólin. Bað- stofan var þvegin enn þá betur en vant var, búið um öll rúmin svo vel sem kostur var á, og látið loga glatt á lampanum. Fólkið þvoði sér og greiddi, klæddi sig í góð föt og safn- aðist svo alt saman í baðstofunni,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.