Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.12.1916, Blaðsíða 8
96 UNGA ISLAND svo, að hann sæti í sólskininu undir beykitrjánum og að hann heyrði un- aðslegan fuglasöng. Þessi drengur, sem var kunningi lians, kom einn dag með nokkur skógarblóm handa honum og þar á meðal var eitt með rótum. Það var því gróðursett í urta- potti, sem var settur í gluggann rétt hjá rúminu hans. Og blómið óx og dafnaði vel og blómstraði á hverju ári. Sjúki drengurinn hafði það fyrir aldingarðinn sinn og ekkert á jörð- inni var honum eins kært og blómið; hann vökvaði það og ól önn fyrir því, og hvern sólargeisla sem náði að skina niður í gegn um kjallara- gluggann lét hann skína á blómið; blómið dafnaði saman við drauma lians, því það blómgaðist að eins fyrir hann; fyrir liann ilmaði það og að eins lians augum skemti það; á dauðastund sinni hafði hann augun á blóminu. Nú er hann búinn að vera eilt ár hjá guði og í eitt ár er blómið búið að standa hirðingarlaust í glugganum; þess vegna hefir því verið fleygt i sorpið. Og einmitt það er nú blómið, þetta auðvirðilega og visna blóm, sem eg hefi tekið með mér, því þetta blóm hefir glatt meira en dýrðlegasta skrautblóm í garði nokkurrar drotningar«. »En hvernig veistu þetta alt sam- an?« spurði barnið, sem engillinn var að fljúga með upp til himins. »Eg veit það«, sagði engillinn, »eg var sjálfur sjúki drengurinn, sem gekk við liækjur. Blómið mitt þekki eg aftur«. Og barnið opnaði alveg augu sín og leit brosandi framan í engilinn, og í því voru þeir komnir inn í liimin guðs, og þar var ekkert að sjá annað en gleði og sælu. Og guð þrýsti dauða barninu upp að hjarta sinu og þá fekk það vængi eins og engillinn, sem hafði flogið með það til himins; þeir tóku hönd- um saman og flugu saman. Guð þrýsti öllum blómunum að hjarta sínu, en skógarblómið kjrsti hann svo að það fekk rödd og söng með öllum englunum, sem sveimuðu í kringum guð, sumir nær, en sumir lengra í burtu, í stórum hringum en allir voru þeir jafnsælir. Og allir sungu þeir, smáir og stórir, barnið og hið auðvirðilega skógarblóm, sem liafði legið visið og dautt innan um sorpið í þrönga og dimma strætinu. Steingr. Thorsteinsson þýddi. Myndin á næslu síðu á undan, á við þessa sögu. Sjálfsagt liafa nokkrir af þeim er Unga ísland lieini- sækir lesið þessa sögu áður, en myndina liafa víst fáir þeirra séð, og þvi vel við eigandi að sagan hirt- ist með henni. X Óskirnar, Pað var jólakvöld. Lítið eitt var farið að rökkva. Loftið var alsett skýjuin og snjónum kyngdi niður. þjóðvegurinn var alhvítur og þök- in á húsunum, en í þakbrúnunum héngu snjóflyksurnar, loðnar og lubba- legar. Hljómurinn frá kirkjuklukkunum barst í gegnum loftið, og frá reyk- háfunnm á íbúðarhúsunum lagði reykinn út í loftið, eins frá smákot- unum, sem slórbýlunum. Alstaðar vareitthvað matreilt. Ekk- ert heimili var svo fátækt, að ekki væri eldur á arni og einhver góður réttur búinn til. í hlaðvarpanum á stærsta býlinu í hreppnum, stóð húsfreyjan og taldi alifuglana sína um leið og þeir fóru inn í fuglahúsið. Þegar hún var búin að láta þá inn og hún ællaði að ganga inn, varð

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.