Unga Ísland - 01.01.1918, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.01.1918, Blaðsíða 4
á ÚNGA ÍSLANÖ búnir til bollar og ýmiskonar skart- gripir. Strútaveiðar eru mikið slundaðar. Erfitt þykir að ná honum. Oftast eru menn á hestbaki við strútaveiðar. Eins og áður er getið, er strúturinn mjög frár á fæti, en ekki er hann samt nærri eins þolgóður og hestur að hlaupa, og hann fer alt af ein- læga krákustíga, svo að ef þeir, sem elta hann, halda stefnunni beinni, draga þeir hann tiltölulega fljótt uppi. Þegar honum er náð, berst liann við veiðimanninn af mikilli grimd, þar til hann er ofuiliði borinn. Englendingur einn, er dvalið hefir í Afríku, lýsir aðferð villimannanna þar á þessa leið: »Einhver villimannanna klæðist strútsliam og þannig útbúinn fer hann áleiðis inn í strútahóp. Hann stingur liöfðinu niður í sand- inn og hristir fjaðrirnar. Svo stekkur hann ýmist eða gengur þangað til liann er kominn í skotfæri. Þá er hann vanur að slcjóta eitr- aðri ör inn í hópinn, og venjulegast hepnast lionum að ná bráð sinni«. Ferðamaður nokkur segir svo frá, að við franska verksmiðju við ána Niger hafi hann séð ungan strút svo laminn, að hann leyfði litlum, svört- um dreng að setjast á bak sér. Und- ir eins og liann fann þunga drengs- ins, stölck liann af stað. Fyrst brokkaði hann ekki mjög hart, svo þandi hann vængina úl og hljóp með ofsahraða hringinn í kring um þorpið. Það er sótst eftir strútnum vegna dýrmætis fjaðranna i stéli og vængj- um. Eru þær notaðar til skrauts á klæðnaði og fleira. Þær eru seldar dýrum dóinum. Hjálmskúfur prinsins af Wáles er búinn til úr þrem strútsfjöðrum, og á hjálminn eru greypt einkunnar- orðin: »Eg þjóna«. Orsök þess er sögð þessi: Konungurinn í Bælieimi, sem var drepinn i orustunni við Crecy árið 1346, bar svona hjálmskúf með þessum einkunnarorðum greyptum á lijálminn. Sigurvegarinn, Edward prins af Wales, sem kallaður var svarti prins- inn, bar þennan höfuðbúnað og lét einkunnarorðin halda sér, og siðan hefir hann verið borinn af erfingjum breska ríkisins. Bréf til barnanna á íslandi. Kæru vinir! Nú er orðið langt síðan eg hefi sent ykkur línu. Ofriðurinn mikli hefir margfaldað fjarlægðina. Nú slendur allur heimurinn á önd- inni af von og eftirvæntingu eftir friði, friði á jörðu til að færa saman allar þjóðir í eina fjölskyldu. Því trúa margir, að mannkynið hafi einu sinni verið ein fjölskylda á einum stað á jörðinni, þá skildu allir hver annars tungu, svo dreifðist fólkið út að heims- skautum og inn í hitabelli, lærði að laga sig eftir ólíkum skilyrðum, ger- breyllu tungumálunum og útliti sínu og lifnaðarháttum; svo liðu árin og aldirnar og áraþúsundir. Loksins opn- uðust augu manna til að sjá, skoða og rannsaka. Menn lærðu að beisla náttúruöflin. Gufuafl og rafmagn hjálp- uðu til að stytta fjarlægðirnar. Það varð fljótlegra að fara yfir úthöfin, en áður milli sveita. Þjóðirnar hittust aftur. En þær voru orðnar svo breytt- ar eftir allan þennan tíma, að þær

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.