Unga Ísland - 01.01.1918, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.01.1918, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND 3 þektu ekki hver aðra og áttuðu sig ekki á því að þær voru í raun og veru ein fjölskylda, Þær voru orðnar ólíkar að hörundslit og öðru úlliti, og töluðu ólíkar tungur og skildu ekki hver aðra. Þær störðu hver á aðra undrandi og hver furðaði sig á hátla- lagi og siðum hinna. Leng.i vel datt þeim ekki í hug að gulir og skakk- eygir austurheimsbúar og kolsvartir hrokkinkollar úr suðurheimi væru bræður þeirra. Pessi misskilningur fæddi af sér tortryggni, tortryggnin liatur, liatrið stríð og slyrjaldir, styrj- aldirnar sorg og sviða, hungur og hörmungar, svo að lieimurinn hafði aldrei haft hugmynd um hvað sorg- arleikur var fyrri. Alt það böl sem áður þeklist virðist eins og dropi borinn saman við alt það haf hörm- unga og haturs, sem nú virðist ætla að drekkja mannúð og siðmenningu, sem hefir verið að gróa með mann- kyninu frá uppliafi þess’. En vonin vakir enn og hún sér í gegnum sorg- arhafið hvar sannleiksperlan skín; og mannkynið fálmandi eftir henni í blindni sinni. Hún segir okkur að bráðum opnist augu þjóðanna, svo að þær sjái að þær séu systur og sameinist í eina fjölskyldu aftur. Eg ætlaði annars að segja ykkur eiltbvað af því sem hér er að gerast. Það er tómlegt á götunum hérna við það sem áður var. Úrval þrosk- aðra manna er nú komið á hermanna- stöðvamar til æfinga og margir á vígvöllinn yfir á Frakkl’andi. Nú er dauft á leikvöllunum, þar sem ungir menn háðu knattleiki ýturvaxnir eins og grískir guðir. Úað má heita að öll þjóðin liafi lagst á eitt til að hjálpa. Börnin fóru út í sveitir í sumar til að rækta landið og framleiða mat- væli handa hungruðu þjóðunum hinu- megin við hafið. Margt barnið lærði þar að vinna og gladdist af að sjá ávöxtinn af starfi sínu og af að vita að það yrði lil að lijálpa fram úr vandræðum. Börn og fullorðnir hafa keypt lilutabréf af ríkinu, með öðrum orðum lánað peninga til herkostnaðar. í sumum skólabekkjum liefi ég séð allar hendur koma upp, þegar börnin voru spurð að því hve mörg þeirra ættu slík lilutabréf (Liberty bonds). Nám barnanna sn57st um viðfangsefni þjóðarinnar, eins og þau eru á yfir- standandi tíma. Verður svo námið áhugaríkt starf, þrungið af lifandi virkileika. Er fólgin í þessu siðferðis- kensla, ef til vill sú eina, sem veru- legt gildi hefir, sem sé að leggja fram krafta sína í þarfir annara manna. Menn hafa verið að koma frá ófrið- arlöndunum og segja okkur frá ásland- inu þar. Einkum ganga mönnum til hjarta frásagnir úr Tyrkjaveldi. Þegar Bandaríkin lentu í ófriðnum, ráku Tyrkir burtu sendiherrann héðan (eins og siður er). Þessi sendiherra kom í skólann, sem eg er að læra í (Columbia) og hélt þar fyrirlestur, sömuleiðis háskólakennari, sem kendi við skóla sem Tyrkir hafa nú cyði- lagt. Þessir tveir menn voru að segja frá ástandinu þarna austur frá. Bar þeim saman um að öll orð væru ónýt og afllaus, þegar fara ætti að lýsa þvi. En ef hægt væri að sýna hér lifandi mynd af alls einu dæmi af þúsund- um, sem eru að gerast þar austur frá, mundu þúsundir dala verða sendir þangað til lijálpar. Kristnir menn liafa verið líflátnir þar unnvörpum, þykja þeir sælir í samanburði við þá, sem eftir lifa. Munaðarlaus börn ráfa þar um eltki að eins í hundraða og þúsundatali, heldur skifta þau tugum þúsunda. Eiga þau ekkert skýli yfir höfuðið, því að húsin þeirra liafa verið brotin og brend, stundum grafa þau skúta

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.