Unga Ísland - 01.01.1918, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.01.1918, Blaðsíða 9
UNGA ÍSLAND »Dóttir Sólkonungsins ætlar að gifta sig á morgun. Sonur nágranna kon- ungsins er brúðguminn«. »Eg kem þá alveg mátulega lil þess að versla. »Eg á marga liluti fallega til að selja«, mælli tvar. »Eg verð að komást til hallarinnar«. En til liallarinnar fékk hann nú samt ekki að koma. En til þess að geta séð sem greinilegast veislufólkið nam hann staðar skamt frá kirkju- dyrunum og beið þar þangað til það kom. En hann þurfti ekki að híða lengi. Veislufólkið lconi þrammandi eftir veginum. Fyrst gekk kóngurinn og drotning- in, þá brúðurin o'g brúðguminn og hirðfólkið á eftir. Þegar það fór fram hjá þar sem ívar var, breiddi hann út við veginn slæðurnar sem glitruðu eins og stjörnu- ljósið. Allir námu staðar til þess að dást að þessum fögru slæðum. Kóngsdóttir þekli slæðurnar þegar. Hún sagði því við eina þjónustumey sína: »Eg verð að fá þessar slæður áður en eg fer í kirkjuna. Kauptu þær fyrir mig«. Slúlkan gekk til ívars. »Hvað kosta þessar slæður?« mælti hún. »Eg sel þær hvorki fyrir gull né silfur«, sagði ívar. »Það er dóttir Sólkonungsins, sem vill fá þær«, mælti þjónustu stúlkan. »Slæðurnar eru ekki falar fyrir pen- inga«, sagði ívar. »Jæja. Hvað eiga þær þá að kosta«, mælti stúlkan. »Hvað viltu fá fyrir þær?« »Eg set það upp að eg fái að kyssa á hægri fótinn á kóngsdóttur«, sagði lvar«. »Það er ekki tími til þess að vera að grínast«, sagði stúlkan. »Segðu strax hvað þú vilt fá fyrir slæðurnar«. hvafTeg segi, eg »Nú skilurðu ekki hvacFeg segi, eg læt ekki slæðurnar nema eg fái þetta er eg hefi nú sagt«, mælti ívar. Hirðmeyin fór þá lil kóngsdóttur og sagði henni livernig farið hefði, og hver svör þessi kaupmaður hefði haft. »Hann er hálf skrítinn«, mælti kóng- ur. »Segið þið honum að koma strax eftir vígslu lil hallarinnar og þá skal eg semja við hann«. »Nei, sagði kóngsdótlir. Eg fer ekki í kirkju fyr en eg hefi fengið þessar slæður«. Kóngur og drolning reyndu á allar lundir að fá dóttur síuu af þessu, en það kom fyrir ekki, Brúðguminn bað hana endilega um að fresta ekki brúð- kaupinu, en það tjáði ekkert, kóngs- dóttir sat við sinn keip, svo fresta varð brúðkaupinu til næsta dags. Um kvöld- ið var sent til gistihússins eftir kaup- manninum. Hann kom á augabragði til hallarinnar. Kysti hálíðlega á fót- inn á kóngsdóttir og afhenti svo slæð- urnar. Um kvöldið var glaumur og gleði í höllinni. Menn sálu þar og átu allskonar krásir og drukku allfasl. Mörgum fanst ekki neitt verra þó brúðkaupinu væri frestað lil næsta dags. Það lengdi veisluna þó um einn dag. Morguninn eftir fór fólkið frá höll- inni til kirkjunnar. Það var í sama mund og daginn áður. Kaupmaðurinn slóð við veginn eins og áður. Ilann hafði breilt slæðurn- ar við veginn, sem glitruðu eins og tunglsljósið. Kvenfólkið nam staðar og var mjög svo undrandi yfir fegurð slæðanna. Kongsdóttir sendi eina af þjónuslu- meyjum sínum til þess að vita hvort þessar slæður væru fáanlegar og hvað þær kostuðu.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.