Unga Ísland - 01.01.1918, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.01.1918, Blaðsíða 8
6 UNGA ÍSLAND í yngri hluta bæjarins er einnig mjög mikið af stórum byggingum, stór og hrikaleg verslunarbús, stór gistihús (Waldorf, Astonia, Holland- House, Astor o. íl.). Mörg leikhús eru þar, bæði stór og vönduð. Margt söngmanna er þar líka, og talið er að beimsins beslu söngmenn séu þar. í fátækrahverfum borgarinnar eru búsin ekki há, en standa afarþétt. Sagt er að í engri borg í heimi muni eins þéttbýlt og í fátækrahverfum Nýju Jórvíkur. Járnbrautir liggja víða inn í borg- ina og sporvagnar renna jafnt og þétt um bana alla. Sporvagna- og gufuvagna-umferðin um borgina er afskaplega mikil, svo kunnugir menn fullyrða að hún sé miklu meiri en í Lundúnum og beíir þó löngum verið viðbrugðið, live umferðin þar er afar- mikil. Járnbrautirnar liggja nijög víða neðanjarðar og sumstaðar er bygt undir þær, svo þær eru liátt frá jörðu, jafnl 2. eða 3. hæð liúsanna. Vfir sundið til Brooklyn liggja 3 brýr: Brooldyn, Manhattan og Wil- liamsburg. Elst er Brooklynbrúin. Hún var fullgerð 1883. Hún kostaði 60 miljónir króna. Það er hengibrú, 1827 metra á lengd og 41 metra fyrir ofan valnsflöt. Árið 1910 var íbúatalan í New York 4.766.883. Nú eru íbúarnir um 7.500.000. Af íbúum New York voru árið 1900 322.000 þýskir, 275.000 írskir, 155.000 rússneskir, 145.000 ítalskir og nokk- uð frá ýmsum öðrum löndum. íbúar borgarinnar voru þá 3.437.- 000, af þeim voru fæddir erlendis 1.300.000. I New York eru margir skólar, bókasöfn og allskonar safnahús. Tveir Iiáskólar eru þar, Columbiu-liáskól- inn, langbesti báskólinn í Ameriku, og New-York-háskólinn. 100 miljón- um króna varði bærinn til skóla- lialds árið 1909. í stærsta bókasafni bæjarins eru yfir l1/* miljón bindi. Stærsta grasasafnhús heimsins er í New York og mjög stór dýragarður. Margar myndastyttur eru í bænum, t. d. af Washington, Columbus, Frank- lin, frelsisgyðjan o. fl.; liennar hefir áður verið gelið í Unga íslandi. Manhattaneyjuna, sem nokkur hluti New York stendur á, og ósa Hud- sonsfljótsins, fann ítalinn Verazzano árið 1524, en Hudson1) var sá er rannsakaði þessar stöðvar allítarlega; liann var í þjónustu Hollendinga. Hollendingar byrjuðu að byggja bæ- inn 1614 og kölluðu bann Nýja Amst- erdam. Fyrsta kirkjan var bygð 1642. 1656 voru íbúar bæjarins 1000. 1664 tóku Englendingar bæinn af Ilollend- ingum og nelndu hann New York. þessar tvær myndir eru af New York. Má nokkuð sjá á þeim, að bærinn er slórfenglegur. Kóngsdóttirin í Sólarlandinu. Honum bafði orðið mjög gotl af sauðunum. ívar skundaði lieim í borgina. Hann gekk á besta gistihús borgarinnar. I5egar liann bafði komið sér fyrir lét hann kalla á gestgjafann til þess að spyrja bann tíðinda úr borginni. »Þú hlýtur að vera langt að kom- inn fyrst þú veist ekki um veisluna, sem á að vera hér á morgun«, mælti gestgjafinn. »Já eg er langferðamaður og veit ekkert um þessa veislu. Hvaða veisla er það?« 1) í 10. árg. U. ísl. er nokkuó sagt frá Hudson.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.