Unga Ísland - 01.01.1918, Blaðsíða 10

Unga Ísland - 01.01.1918, Blaðsíða 10
8 UNGA ÍSLANÖ. Hirðme^arnar komu aftur með þau svör frá kaupmanninum, að slæð- urnar kostuðu það, að liann fengi að kyssa á vinstri fótinn á kongs- dóttur. Kongsdóttir sagði þegar eins og daginn áður, að í kirkju færi hún ekki fyr en hún væri orðinn eigandi að þessum slæðum. Enn varð að hætta við vígsluna og konungsbjónin ásamt öllu hirðfólkinu héldu aftur til hallarinnar. Kaupmaðurinn var sóttur og farið með liann inn í herbergi kongsdóttur. Hann kysti liátíðlega á fótinn á kongsdóttur og aflienti henni svo stæðurnar fögru. Þetta kvöld var hin besta veisla og var enn kappsamlegar veitt en kvöldið áður. Menn skemlu sér við allskonar gleðskap langt fram á nótt. (Framli.) Ritstjóri Boston Heralds ritar eftir- farandi línur: Eg sá göfuga sjón í morgun, þegar eg gekk eftir Massachusetts Avenue. Lystivagn með tveimur fjörlegum gæð- ingum fyrir kom þjótandi; slýrði honum skrautbúinn ökumaður. Tigu- leg og forkunnar vel búin kona sleig út úr vagninum. Á gangstígnum til hliðar við strætið var hin aumkvun- arlegasta sjón, þar var lílill liundur veikur og horáður, og auðsjáanlega kominn að dauða^af hungri. Konan tók hann í fang séKog bar liann inn í vagninn, og eg sá hana nema staðar við matsöluhús, til að gefa honum að borða. Svo fór hún með hann aftur inn í vagninn og hvarf. Guðm. Illugason, Mýrdal, Kolbeins- staðahreppi i Hnappadalssýslu, óskar eftir bréfaviðskiftum við unga menn viðsvegar af landinu. Nýjar bækur, sendar Unga íslandi. Barnagall. Útgef. Sigurjón Jónsson, útgefandi Æskunnar. Barnasögur með mörgum myndum, þýddar úr ensku. Sögurnar eru vel þýddar og skemtilegar. Reim aurum vel varið, sem eytt er fyrir bókina. Jólasveinn. Útgef. Aðalbjörn Stef- ánsson, útgefandi Æskunnar. Úetta kver er sannkallaður jóla- sveinn, skrítinn og skemtilegur. — Börnum kærkomin gjöf. Verð 25 au. Ljóð .eftir Schiller. Dr. Alexander Jóhannesson sá um útgáfuna. Útgef. Guðm. Gamalíelsson. Bókin er kærkomin öllum ljóðelsk- um mönnum. Útgáfan vönduð. Jólabókin V, Sex sögur eftir Axel Thorsteinson, Freyjubettir og freyju- fár eftir Steingrím Matthíasson lækni. Útgefandi Guðm. Gamalielsson. Þetta eru alt góðar bækur, hver á sinn hátt. Síðastnefnda bókin er vafalaust mjög svo þörf, en efni hennar er eklci við hæfi unglinga, en margir fullorðnir hafa gott af að lesa hana. Þessar bækur, sem nefndar liafa verið, verðskulda að mikið meira væri á þær minst, en rúmið í blað- inu er lítið. Úlsölumenn að: 3—5 eint. fá Unga ísl. fyrir kr. 1,50 6—19 — - — — — — 1,40 20 eintök og þar yfir — — 1,30 Einstök eintök kosta kr. 1,75 árg. Útgeíendur: Stoingr. Arason. Jörnndur Brynjólfsson. Frentimiðjim Gutonberg.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.