Unga Ísland - 01.01.1918, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.01.1918, Blaðsíða 7
UNGA lSLAND 5 allsnægtirnar ? Hafið þið beðið Guð að slökkva bál haturs og grimdar í löndunum í kringum ykkur og gefa þeim friðinn margþreyða. Ef þið hafið ekki beðið hann þess enn, þá skulum við gera það núna. Nú get eg ekki skrifað ykkur lengra í þetta skifti, Gullfoss er að fara; flytji hann ykkur ástar kveðju frá mér. — Guð veri með ykkur öllum, New-York, 18. nóv. 1917. S. Arason. vestur frá eyjunni, en Austurá í aust- ur, að norðan við eyjuna fellur Har- lem-áin. New York bygðist fyrst á eyjunni, en brátl tók að byggjast á megin- landinu í grend við eyjuna. Manhattan er mjög þéttby^gð. Hús- in standa þétt og mjög er þar lítið um torg eða óbygð svæði. Göturnar eru fremur óreglulegar, en í þeim hluta borgarinnar, sem nýlegur er, eru göturnar reglulegar, í elsta hluta New York (Nýja Jórvík). New York er stærsta horgin í Ame- ríku. Til skamms tíma hefir verið á- höld um stærð hennar og Lundúna- borgar, Lundunaborg lítið eitt stærri, en nú mun New York fult svo mann- mörg; hún er því mannflesta borgin í heimi. Borgin stendur í New York hérað- inu við ósa Hudsonsfljótsins við At- lantshafið. Þar er eyjan Manhattan. Hudsonsfljótið (eða Norðurá) er 'í borgarinnar eru margar kauphallir og verslunarhús. Sum húsin eru afar- há (skýskafarnir). Þau eru 15—25 lyft, sum nokkuð þar yfir. Sönghöllin er t. d. frá grunni og upp á lurn 187 metrar. Húsin eru liöfð svona há sökum þess live lóðirnar eru ákaflega dýrar. Trinitatiskirkjan er býsna mikið hús. Kirkjuturninn er t. d. 86 metra á hæð. Umhverfis kirkj- una eru hús af líkri hæð; þar eru pósthúsið og ráðhúsið (City Hall). Á suðurodda eyjarinnar er mikil bygg- ing (Castle Garden); í henni var inn- flytjendunum veitt móttaka.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.