Unga Ísland - 01.09.1918, Síða 2

Unga Ísland - 01.09.1918, Síða 2
66 UNGA ISLAND altaf að syrta meira og meira i lofti og að einni stundu liðinni var komið ofsaveður, blindbylur og norðanrok. Sigga sá, að ekki mundu vinirnir af næstu bæjum koma, en hún álti aðra vini, sem voru henni nær, og hugsaði hún sér að lála þá njóta máltíðarinnar. Botna, geitin hennar Siggu, Jörp litla, hryssan hennar, og Kolur og Glóa, hundarnir á hænum, voru uppáhaldsdýrin hennar Siggu. Þeim kom bún öllum að borðinu og sjáið þið nú hér myndina af þeim. Dýrin eru ánægjuleg á svipinn og Sigga litla skemli sér hið besta með þeim. Járnkassinn. (Persneskt æfintýri). (Niðurl.). »Góði Abdul«, sagði hann, »mér þótti það leiðinlegt að hesturinn minn, um daginn, skyldi sletta á þig forinni, og gera fötin þín óhrein. Eg kem nú með nýjan fatnað handa þér, í stað- inn fyrir þann sem skemdist; vona eg að þú verðir ánægður með hann«. Um leið og hann sagði þetta hneigði hann sig fyrir hinum unga manni, fékk honum böggulinn, og fór. Abdul mintist þess ekki að hann hefði nokkru sinni orðið fyrir forar- slettum frá hesti nágranna síns, eða hann hefði útatað eða skemt klæði sín. Hann skyldi þetta svo, að fata- salinn vildi gefa sér þessi föt; og hann var honum innilega þakklátur fyrir. Næsta morgun eftir að Abdul hafði farið í nýju fötin, kom maður að heimsækja hann; það var ættingi hans. sem kom með fjörugan hest handa honum, þessi ættingi hans hafði aldrei áður skift sér af Abdul. »Ástkæri frændi«, sagði hann. »Eg er orðinn áhyggjufullur út af útliti þínu. Föðurmissirinn lilýtur að hafa lagst þungt á þig, vildi eg gjarnan reyna að gera eitthvað til þess að hafa ofan af fyrir þér, og skemta þér. Eg hefi komið með þenna hest handa þér, honum er ofaukið í hesthúsinu minu og vona eg að þú forsmáir ekki þessa lítilfjörlegu gjöf, en notir hana þér til afþreyingar og skemt- unar«. Abdul ætlaði að fara að afþakka þessa gjöf, en frændi hans, vildi ekki heyra slíkt, en lagði tauminn í hend- ur honum, kvaddi hann og fór. Abdul gat ekki staðist freistinguna, og fór á bak hestinum. Hann reið inn í borgina. Allir, sem urðu á vegi hans, heilsuðu honum virðulega og sögðu hver við aðra: »Já, var það ekki eins og eg sagði? Abdul Kassím varð útvaldi sonurinn; hann hefir erft járnkassann«. Næsta dag þegar soldáninn lét raka sig spurði hann rakarann: Hvað er að frétta úr borginni? Hvað er það, sem þegnar mínir tala mest um?« Rakarinn hneigði sig niður að gólfi og sagði: Um hvað skyldu þegnar þínir tala, annað en yðar hátign, vísdóm þinn og dygðir!« Soldáninn hleypti brúnum og sagði: »Heldur þú að mér þyki skemtilegast að hejrra þetta; eða heldur þú að fólkinu þyki það ánægjulegast? Eg vil héyra reglulegt eldhús hjal eða réttara sagt það sem fólkið í raun og veru talar um«. »Ó, herra konungur konunganna, auk þess, sem það talar um dygðir þínar og visku, talar það um þá miklu hamingju, sem þjóni þínum Abdul Kassim hefir hlotnast. Það er sagt, að hann sé sá auðugasti og vitrasti af þegnum þínum«.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.