Unga Ísland - 01.09.1918, Side 3

Unga Ísland - 01.09.1918, Side 3
UNGA ISLAND 67 »Abdul Kassim? Eg hefi aldrei heyrt það nafn fyr«, sagði soldáninn. »Hann er kaupmannsson«, sagði rakarinn. »Föður hans veittist sú hamingja, að frelsa líf nágranna sol- dánsins og fékk að launum fyrir það töfrakassa, sem sonurinn hefir nú erft«. Þegar soldáninn heyrði þetta, lét hann rakarann segja sér alt, sem hann vissi. Hann sagði honum frá töfrasteinunum í kassanum, Kalíf og lifnaðarháttum haus, og að yngsti sonur hans hefði erft kassann, með steinunum í, þvi að tveir menn hefðu komið heim til hans og séð kassann hjá honum. Soldáninn hiustaði á með athygli, og þegar rakarinn var farinn lét hann kalla fyrir sig æðsta ráðgjafa sinn. »Hefir þú hugsað um það, ráðgjafi«, sagði hann, »hver hætta mér stafar af því að hafa þenna Abdul Kassim innan ríkis. Afl það, sem hann ræð- ur yfir, er nægilegt til þess að reka mig frá ríkjum. Eg hefi hugsað mér að heppilegast mundi vera að gera hann að vini sinum. Eg vil gefa hon- um höll, og Fatmi dóttur mina þar að auki. Hvað segir þú um þetta?« Ráðgjafinn hneigði sig til jarðar og sagði: »Hvert orð, sem þú, herra soldán, mælir af munni fram, er vísdómur og speki«. Ráðgjafinn fór því næst til Abduls og sagði, að soldáninn væri honum hollur og vinveittur, og að hann hefði gefið honum dýrmæta höll til íbúðar. Óskaði hann eftir að Abdul heim- sækti soldáninn sem fyrst. Sama kvöldið tók Abdul saman allar sinar fáu eigur og lagði þær á hestinn sinn, tók járnkassann undir hendina og lagði svo af stað til sins nýja bústaðar. Alstaðar, þar sem hann fór um, heilsaði fólkið honum með fagnandi húrrahrópum. Gátu nú allir séð, að yngsti sonurinn hafði erft járnkistil- inn, þar sem sjá mátti að hann bar hann undir hendinni. Við hallarinnganginn biðu hans fjölda margir þjónar. Sumir tóku hestinn, en aðrir leiddu Abdul inn í skrautlegan sal í höllinni. Þar voru bornar á borð allskonar kræsingar. Honum hafði aldrei liðið eins vel á æfi sinni, og gleymdi heldur ekki að þakka Allah fyrir gæsku bans og náð. Morguninn eftir fór Abdul í nýju fötin sín. Sverðið, sem hann hafði fundið i salnum, spenti hann við belti sitt og fór af stað til að heim- sækja soldáninn; fylgdu honum marg- ir þjónar. Soldáninn sat í hásæti sínu, þegar Abdul kom. Hann ællaði að fleygja sér flötum niður fyrir framan há- sætið, en soldáninn stóð upp, rétti honum hönd sína og spurði: »Ert þú Abdul Kassim, sonur kaup- mannsins, sem verslaði við götuna bjá gyltu brúnni?« »t*að heiti eg«, svaraði Abdul, »eg er sonur þess manns. Leyfðu mér að þakka þá gjöf, sem þú hefir veitt þínum vesala þjóni«. Soldáninn benti þjónunum að fara og sagði svo við Abdul: »Eg hefi heyrt margt um þig talað, og að þú hafir undir höndum tvo merkilega töfrasteina, sein eg vil biðja þig að sýna mér«. »Hvaða töfrasteina?« spurði Abdul alveg forviða. »Þessa töfrasteina«, stamaði Abdul og var sem á nálum, »á eg —«. — »Þá sem þú erfðir eftir föður þinn. Eg veit það, það eru þeir, sem eg vil sjá«, greip soldáninn fram í. »Soldáninn heldur þá að eg sé eigandi að steinunuin«, hugsaði Ab- dul. Honum var það ekki ljóst fyr. Hann hraðaði sér nú að segja hon-

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.