Unga Ísland - 01.09.1918, Síða 6
70
UNGA ÍSLAND
Abdul stýrði ríki sínu í mörg ár
og varð sá vitrasti þjóðhöfðingi, sem
setið hafði að ríkjum í Bagdað.
(G. D. þýddi).
Fiskarækt hjá Kínverjum.
Hvergi á jörðunni er eins þéttbýlt
og í Kína. Það kemur til af þvi, að
Kínverjar rækta svo vel landið sitt.
í þéttbygðustu héruðunum er hvergi
óræktaður blettur. Á milli býlanna
er landið eins og aldingarður. En
Kínverjar gera meira en rækta landið,
þeir rækta vötnin líka — ala upp
fiskana í ám, tjörnum og stöðuvötn-
um og gera þá sér undirgefna.
Ríkið á flestar veiðiár og stöðu-
vötn í Kína og leigir veiðina einstök-
um mönnum með vissum skilmálum.
Það kostar umsjónarmenn, sem hafa
á hendi eftirlit jpeð veiðinni í vötn-
unum. Þeir hafa gætur á því, að
enginn veiði á þeirn tíma árs, sem
fiskurinn er friðaður. Friðunartíminn
er að jafnaði frá aprílmánuði til
september ár hvert, eða í 5 mánuði.
í sumum völnum má þó ekki veiða
6—7 mánuði og í einstaka vatni má
veiða næstum alt árið um í kring.
Umsjónarmennirnir sjá 'um það, að
enginn veiði á þeim tíma, sem fisk-
urinn hrygnir.
Þegar fiskurinn er búinn að gjóta
hrognunum, safna menn þeim saman
og flytja í önnur vötn, sem búið er
að tæma að fiski. Sumstaðar er fisk-
seiðunum safnað í ánum og alin upp
á öðrum stöðum, einkum í tjörnum,
sem búnar eru til af manna hönd-
um; þar eru þeir fóðraðir og aldir
upp^eins^og húsdýr.
Mest er ræktað af fiski, sem heitir
Yong-yu. Hann er alinn upp í til-
búnum fiskatjörnum. Hann verður 20
—25 kg á þyngd og er mjög góður
til átu.
í' Kína eru seld fiskseiði fyrir
minst 2 miljónir króna á ári. Þeir,
sem búa til fiskatjarnir, geta fengið
keypt nýklakin seiði til að ala upp.
Fiskseiðin má senda landshornanna
á milli í þar til gerðum vatnsílátum.
— Veiðiumsjónarmaðurinn í hverju
héraði er látinn sitja fyrir kaupunum
á ungfiskinum. Hann sleppir flestum
seiðunum í ár og stöðuvötn. Það,
sem afgangs verður, lætur hann í
stóra vatnsgeyma, þar fóðrar hann
seiðin með baunadeigi, brauði o. s.
frv. Þegar fiskarnir eru orðnir 4—8
cm langir, eru hinir stóru aðskildir
frá þeim minni og seldir, 100—1000
í einu, til þeirra manna, sem eiga
fiskatjarnir.
Þar sem fiskar eru aldir upp í
tjörnum, verða þeir fljótt spakir og
tamdir. Þeir hópa sig á þann stað,
sem þeim er vanalega gefið, og fylgja
manninum eftir, sem gengur eftir
tjarnarbakkanum og gefur þeim.
Þeir, sem eiga fiskatjarnir í Kina,
græða á þeim stór’fé. Það, sem þeir
ekki þurfa af fiski til heimilisnota,
er se!t öðrurn.
Sagt er, að prestur nokkur kaþólsk-
ur i Kína hafi átt liskaljörn, sem gaf
árlega af sér 800 krónur, fyrir utan
það, sem hann notaöi af fiski úr
henni handa heimili sínu.
Guðm. Daviðsson,