Unga Ísland - 01.10.1918, Blaðsíða 2

Unga Ísland - 01.10.1918, Blaðsíða 2
74 UNGA ÍSLAND Fyrir nokkrum árum voru menn að höggva niður stórt tré í New Jersey; um leið og það féll skutust lillir íkornar út úr holu sem var innan í þvi. Einn af mönnunum kastaði treyjunni sinni yfir þá; en þó að þeir væru ekki gamlir þá gátu þeir komist undan allir nema einn, en það var sá fallegasti, hann var hvítur eins og nýfallinn snjór, eins og þið sjáið á myndinni. Mennirnir fluttu hann heim til húsfreyju og hún fóstraði hann. Varð hann brátt gæfur og át úr lófa manns, klifraði upp á axlir og höfuð á fólkinu og settist þar. Klærnar á honum uxu og urðu afar langar og stungust ofan í gólf- ábreiðurnar þegar hann hljóp eftir þeim, því að nú máðust þær ekki eins mikið og meðan hann var að klifra eftir trjástofnunum; var það loks tekið til bragðs að tálga með hníf framan af þeim. Hann hefir sömu lifnaðarhælti og hann vandist á áður en hann var tekinn í fóstur; étur einusinni á dag og vill helst ekki annað en hnetur. Sagan af Hringi kóngssyni, Eftir Bjarnþrúði Benónísdótlur. Það var einu sinni kóngur og drotn- ing í ríki sínu. Þau áltu sér eina dótt- ur, sem Ingibjörg hét og einn son, er Hringur hét. Hann var liugdirfsku- minni, en tignir menn gerðust á þeim tíma, en enginn var hann íþróttamaður. Þegar hann var 12 ára, reið hann á skóg með mönnum sínum einn góð- an veðurdag að skemta sér. Þeir iiða lengi, þar til þeir sjá hind eina með gullhring um hornin. Kóngsson vill ná hindinni, ef kostur væri. Þeir veita henni eftirför hvíldarlaust, þangað til allir eru búnir að sprengja hesta sína, og loks springur hestur kóngssonar Hka. þá laust yfir þoku svo svarlri, að þeir gátu ekki séð hindina. Voru þeir þá komnir langt frá öllum mannabygðum, og vildu fara að halda heim á leið aftur, en voru farnir að villast. Gengu þeir nú allir samt, það sem horfði, þangað til hverjum fór að þykja sinn vegur réttur. Skildu þeir þá og fóru sinn í hverja áttina. Nú er að segja frá kóngssyni, að hann er viltur, eins og hinir, og ráf- ar eitthvað í ráðleysu, þangað til liann kemur í dálítið rjóður skamt frá sjó. Þar sér hann, hvar kona sit- ur á stóli, og tunna mikil stendur hjá henni. Kóngsson gengur til kon- unnar og heilsar henni kurteislega. Hún tekur þægilega kveðju hans. Þá verður honum litið ofan í tunnuna og sér, hvar óvenjulega fallegur gull- hringur liggur á tunnubotninum. Kviknar þá hjá honum ágirnd á hringnum, og getur ekki liaft af lion- um augun. Þetta sér konan, og seg- ist sjá, að hann hafi hug á gullinu, sem sé í tunnunni. Hann segir svo vera. Hún segir, að hann megi eiga það, ef hann vilji vinna til að ná því. Fer hann þá að teygja sig ofan í tunnuna, er hotium virtist ekki djúp, og ætlar að verða fljótur að taka hringinn; en tunnan d57pkaði, eftir því sem hann seildist lengra. Þegar hann var kominn hálfur inn af barm- inum, stendur konan upp, slingur honum á höfuðið ofan i tunnuna og segir, að hann skuli þá gista þarna. Síðan slær hún botn í tunnuna, og veltir hennir fram á sjó. Kóngssyni þykir nú illa komið fyr- ir sér; hann finnur, að tunnan flýtur eitthvað frá landi og veltist lengi í öldunum; en ekki vissi hann, hvað marga daga, þangað til hann finnur,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.