Unga Ísland - 01.10.1918, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.10.1918, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND 77 ari. Þetta heyrði Snati-Snati, og sagði Hringi. Ræður hann nú Hringi til, að biðja kóng að ljá sér tvær axir, svo hann hefði aðra lil taks, ef hin kynni að brotna. Morguninn eftir biður kóngur þá Hring og Rauð að Höggva fyrir sig skóg. Þeir taka því vel. Hringur fær tvær axir, og svo fer sinn í hvora áttina. Þegar Hringur er kom- inn út á skóginn, tekur Snati öxina og fer að höggva með kóngssyni. Um kvöldið kom kóngur að líta yfir dagsverk þeirra, eins og Rauður hafði lagt fyrir. Var þá viðarköstur Hrings meira en lielmingi stærri. Kóngur mælti þá: »Þetta grunaði mig, að Hring- ur mundi engin mannleysa vera, og hefi eg aldrei séð þvílíkt dagsverk«. Varð Hring- ur nú í miklu meiri metum hjá kóngi eftir en áður. Rauður þoldi mjög illa yfir þessu. Einn dag kemur hann til kóngs og segir: »Fyrst Hringur þessi er slíkur íþróttamaður, sem hann er, þykir mér þú inega biðja hann að drepa blótneytin hérna í skógnum og flá þau sama dag, en færa þér hornin og húðirnar að kvöldi«. Kóngur mælti: »Sýnist þér slíkt ekki forsend- ing? F*ar eð þau eru mannskæð, og enginn hefir enn komið, er þorað hafi að ganga á móti þeiin«. Rauður seg- ir, að liann hafi þá ekki nema eitt líf að missa; það sé gaman að reyna karlmensku hans, og kóngur hafi þá heldur orsök til að tigna hann, ef hann vinni þau. Kóngur lætur nú til- leiðast fyrir þrámælgi Rauðs, þótt honuin væri nauðugt, og einn dag biður hann Hring að fara og drepa fyrir sig naulin, sem þar séu á skógn- um, og færa sér af þeim hornin og húðirnar að kvöldi. Hringur vissi ekki, hvað ill naulin voru viðureign- ar, og tekur vel máli kóngs. Fer hann nú þegar af stað. Rauður verð- ur nú glaður við, því hann taldi Hring þegar danðan. Þegar Hringur kemur í augsýn nautanna, koma þau öskrandi á móti honum; var annað hræðilega stórt, en hilt minna. Hringur verður ákaf- lega hræddur. Þá segir Snati: »Hvern- ig líst þér nú á?« — »Ula«, segir kóngs- son. Snati segir: »Ekki er um annað að gera fyrir okkur, en að ráðast að þeim, ef vel á að fara, og skaltu ganga á móti litla nautinu, en eg á móti hinu«. í sama bili hleypur Snati að stóra bola og er ekki lengi að vinna hann. Kóngsson gengur skjálf- andi móti hinum, og þegar Snali kemur, þá var nautið búið að leggja Hring undir; var hann nú ekki seinn að hjálpa húsbónda sínum. Síðan flógu þeir sitt nautið hvor; en þegar Snati var búinn að flá stóra nautið, var Hringur vart búinn að hálf-flá hitt. (Frh.).

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.