Unga Ísland - 01.10.1918, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.10.1918, Blaðsíða 4
76 UNGA ÍSLAND Honum sárnar nú við sjálfan sig og harkar af sér, sem hann kann. Hann ræður þá til í þriðja sinn, lýkur upp skálanum, og ber sig að standa við. Sér hann þá, að þetta er lóbagga- hundur, sem talar enn til hans og segir: »Kjóstu mig, Hringur kóngs- son!« Hann (lýtir sér nú burtu laf- hræddur og hugsar með sér: »Ekki er hérna mikil gersemi«. En annars- vegar varð honum það minnisstætt, sem hann heyrði í skálanum. Þess er ekki getið, hvað lengi hann var þarna hjá risanum. En einn dag kemur risinn til hans, og segist nú vilja koma honum til lands úr eynni, því hann kvaðst eiga skamt eftir ólif- að. Þakkar hann nú kóngssyni fyrir góða þjónustu og segir, að hann skuli kjósa sér einhvern hlut úr eigu sinni, því hann skuli eflaust fá það, sem hann girnist. Hringur þakkar honum kærlega, og kveðst ekki eiga hjá hon- um borgun fyrir vik sín, þar þau væru þess ekki verð; en fyrst hann vilji gefa sér nokkuð, þá kjósi hann það, sem sé í eldaskálanum. Risan- um varð bilt við og mælti: »Þar kaustu hægri hönd af dyrgju minni; en þó iná eg eigi brigða orð min«. Síðan fer hann og sækir hundinn. Þeg- ar hundurinn kemur, með mikilli ferð og feginleika, verður kóngsson svo hræddur, að hann átti nóg með að harka af sér, að eigi bæri á því. Síð- an fer risinn með hann til sjávar. Þar sá hann steinnökkva, sem ekki var stærri en svo, að hann naumast bar þá báða og hundinn. En er þeir voru komnir til lands, kveður risinn Hring vinsamlega og segir, að hann megi eiga það, sem sé í eynni eftir sinn dag, og vitja þess að liðnum hálfum mánuði, þvi þau verði þá dauð. Kóngsson þakkar honum vin- samlega bæði fyrir þetta og annað gott undaníarið. Risinn fór nú heimleiöis, en kóngs- son gekk eitthvað upp frá sjónum. Hann þekti ekki landið, sem hann var staddur á, en þorði ekki að tala neitt til hundsins. Þegar hann er bú- inn að ganga þegjandi um hríð, þá talar hundurinn til hans og segir: »Ekki þykir mér þú vera forvitinn, að þú skulir ekki spyrja mig að nafni«. Kóngssonur bar sig þá að segja: »Hvað beitirðu?« Hundurinn segir: »Það er bezt að kalla mig Snata-Snata. En nú komum við heim að einu kóngsriki, og skaltu biðja kóng veturvistar, og að hann ljái þér litið herbergi fyrir okkur báða«. Kóngssyni fer nú að minka hræðsl- an við hundinn. Hann kemur heim að kóngsríki og biður kóng veturvist- ar. Kóngur tók því vel. Þegar kóngs- menn sáu hundinn, tóku þeir að hlæja og gera sig líklega til að erta hann. Þegar kóngsson sá það, sagði hann: »Eg ráölegg ykkur að gleltast ekki við hundinn minn; þið kunnið að hafa ilt af því«. Þeir sögðu, að sér virtist hann jafnlíklegur til hvors- tveggja. Hringur fær nú herbergi hjá kóngi, eins og ráð var fyrir gert á leiðinni. Þegar hann hafði verið með kóngi nokkra daga, fer honum að þykja mikið til hans koma, og virðir hann öðrum fremur. Ráðgjafi einn var með kóngi, sem Rauður hét. Þegar hann sá, að kóngur tók að virða Hring öðrum fremur, kom í hann öfund. Einn dag kemur Rauður að máii við kóng, og segist ekki vita, hvernig því dálæli sé varið, sem hann hafi á manni þessum, hinum nýkomna; hann hafi þó engar íþróttir sýnt þar frekar en aðrir. Kóngur segir skamt síðan, að hann hafi komið. Rauður segir, að hann skuli nú á morgun láta þá fara báða og höggva skóg, og vita hvor þeirra verði mikilvirk-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.