Unga Ísland - 01.10.1918, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.10.1918, Blaðsíða 6
78 UNGA ÍSLAND Draumurinn. (Ungverskt æflntýri). (Frh.). Drengurinn lét sér hvergi bregða, talaði ekki orð og táraðist ekki. En kóngsdótlirin grét í hans stað. Tárin streymdu af augum hennar, og hún hætti ekki fyr en hún fékk því til leiðar komið, að steinsmiðirnir leyfðu henni að láta síðasta steininn í vegg- inn, þar sem drengurinn var múrað- ur inni. Hún iagði steininn svo laust, að auðvelt var að taka hann burtu aftur. í hvert skifti, sem hún borð- aði lagði hún til hliðar nokkra beslu matarbitana, og laumaðist með þá, þegar rökkva tók, út í fangelsið. Hún tók steininn úr veggnum og rélti drengnum malinn gegnuin holuna, og iét svo steininn í samt lag aftur. Drengurinn dó því ekki úr sulti þó að kóngur ætlaðist til þess. Dag nokkurn sendi lai tarahöfðingi nokkur, í öðru ríki, kónginum sjö mjallhvíta hesta, svo líka hver öðr- um að ómögulegt var að þekkja þá sundur. Þau boð fylgdu hestunum, sem hér segir: »Ef þú, herra konungur, sendir mér ekki aftur þessa hesta annað kvöld, í réttri röð, hinn elsta fyrst og síðast þann yngsta, þá skal eg herja á land þitt, með svo mörgum riddurum sem puntstrá vaxa í landi þínu, og láta hesta troða þig til bana, en taka dóttur þína hernámi og flylja heim í ríki mitt«. Kóngur lét kalla saman alla vitr- uslu menn í landinu, og bað þá að leysa þessi vandræði; en enginn gat það né gefið kóngi nokkurt ráð. Öll þjóðin var gagntekin af sorg, en mestan harm bar þó kóngsdótlir- in í brjósti. Hún gleymdi ekki ves- lings fanganum, og færði honum á hverri nóttu matinn, og hughreysti hann um leið. Og í þetta skifti heyrði hann að liún andvarpaði þungan og grét. »Hvers vegna grætur þú og er svo þungt niðri fyrir?« spurði drengur- inn. Hún sagði honum hvernig á því stæði, og að enginn maður í ríkinu gæti hjálpað föður sínuin. »Vertu hughraust«, sagði bónda- son, »eg þekki ráð sem dugar. þið skuluð taka hafra frá sjö árum og láta þá í sjö jötur, og láta svo hestana velja um jöturnar. Hver hestur mun velja þá jötuna, sem í eru hafrar jafn gamlir og hann sjálfur. Og þá er aldur hestanna fundinn«. Þetta var gert, og heslarnir sendir til baka, samkvæmt því sem aldur þeirra reyndist. Og taitarahöfðinginn varð að viðurkenna að þeir kæmu í réttri röð, og að gátan var rétt ráðin. Daginn eftir sendi tartarahöfðing- inn kónginum trjágrein. Báðir endar hennar voru alveg eins tálgaðir í odda. Þau boð fylgdu með: Að ef kóngur- inn gæti ekki sagt liver endinn af greininni væri skorinn frá stofninum, skyldi tartarinn koma með svo marga hermenn, sem blöðin væru á trján- um í landinu og leggja undir sig ríkið, drepa konunginn en ræna kóngsdótturinni. Það fór eins og áð- ur. Enginn gat lijálpað kónginum, né gefið ráð til þess að þekkja rétta enda greinarinnar. Kóngsdóttir bar sig illa. Hún grét um nóttina, þegar liún færði fanganum matinn sinn. Hann spurði kóngsdóttur hvað ylli sorg hennar. Hún sagði honum það. Hann gaf henni það ráð að binda skyldi mjóan þráð um miðja grein- ina og liengja hana upp, og endinn sem yrði þyngri, væri sá sem skor- inn hefði verið frá trjástofninum. Þetta var gerl og tartarahöfðinginn varð að játa að gáta þessi væri rétt

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.