Unga Ísland - 01.10.1918, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.10.1918, Blaðsíða 7
UNGA ISLAND 79 ráðin. Næsta dag kom ör fljúgandi í loftinu. Var henni skotið af svo miklu afli í hallarvegg konungsins að höll- in skalf. Samtímis komu þau boð til kóngsins: Að ef hann ekki sendi örina til baka með jafn miklu afli og hún kom, skyldi tartarinn koma með svo marga menn eins og steinarnir væru kringum koriungshöllina, og framkvæma það sem hann áður hafði ætlað sér. .Kóngur lét kalla fyrir sig alla hina sterkustu menn í ríki sínu, og kvaðst mundi gefa þeim manni dóttur sina til eiginkonu, sem skotið gæti örinni til baka, með sama afli og hún kom. En enginn . gat svo mikið sem kipt henni út úr veggnum, hvað þá held- ur meira, Þegar kóngsdóttir kom næst til fangans, sagði hún honum hvernig komið var. »Nú skaltu«, seg- ir hann, »játa fyrir kónginum, að þú hafir bjargað lífi mínu, og að eg sé nú tilbúinn að frelsa líf hans í stað- inn«. Kóngsdóltir sagði nú föður sinum hvað hún hefði gert. Hann fyrirgaf lienni það, og lét sækja bóndason i fangelsið. Drengurinn kipti örinni út úr veggnum og skaut henni með svo miklu afli til borgar tartarahöfðingj- ans, að höll hans skalf og nötraði, er hún hitti hallarvegginn. Þegar tartarahöfðinginn varð þess var, kallaði hann upp yfir sig og sagði: »Slíkur mótstöðumaður, sem þessi jafnast á við mig að íþrótlum; eg hlýt að meta hann mikils; hann skal velkominn hingað að heimsækja mig«. Unga hetjan tók á móti boði tart- arahöfðingjans. Hann tók með sér ellefu unglinga á sama reki, eins háa og granna, og hann var sjálfur. — Allir voru eins klæddir, og eins vopnum búnir. Tartarahöfðinginn átti að þekkja mótstöðumann sinn úr hópnum. Hann tók jafn virðu- lega á móli þeim öllum, þegar þeir komu. Tartarahöfðinginn var viss um að hann gæti þekt þann rétta, því móðir hans var fjölkunnug og mundí hjálpa sér til þess. Hann sagði gestum sínum að næsta dag, skyldi hann heilsa þeim rétta, er þeir kæmu á fund sinn. (Frh.). Smávegis. HEILRÆÐI. Láttu dyrnar aflur, þegar þú geng- ur um. Þurkaðu af fótunum á þér áður en þú gengur inn. Mæl þú vingjarnlega við alla og vertu kurteis. Viðurkenn það sem þér er áfátt, en talaðu ekki um ávirðingar annara. Haltu loforð þín hvernig sem á stendur. TÓBAKSEITRUN. A bæ nokkrum i Skotlandi, var þiiggja ára drenghnokka lánuð tó- bakspípa til þess að leika sér að. Þegar barnið var búið að leika sér að pipunni í hálfa klukkustund, fölnaði það upp og fékk uppköst. Eftir hérumbil tvær klukkustundir var það liðið lík. Barnið hafði sogið pípuna og náð tóbakslegi úr henni og í honum hafði verið hið hættu- lega tóbakseitur, nikótín. »Áhrif tóbakseitursins á heilann geta orðið svo mikil að leiði til geð- veiki, og það er öldungis víst, að hin mikla fjölgun á geðveikum sjúkling- um, stafar af aukinni tóbaksnotkun,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.