Unga Ísland - 01.12.1918, Page 2

Unga Ísland - 01.12.1918, Page 2
90 ÖNG'A ÍSLAND Alt haiui, sem átti’ í huga oss vi)ld, hjaðnar í dujlið og gleymist í kvöld; bráðnar sem ísjaki’ i eldi. Mannanna reikul en Ijósscekin lund lýlur á velrarins dgrustu stund, kœrleika konungsins veldi. MARÍA JÓHANNSDÓTTIR. Jólin hans Tuma litla, I. kafli, »Ó, Jóil Þetta er gaman«, sagði lítill fátækur drengur. Þeir höfðu skriðið inn í krika á milli húsa, og böðuðu sig í sólskininu. »Það er al- veg eins og við hefðum eld hérna, til að verma okkur við«, sagði Tumi. »Já«, svaraöi Jói, »eg vildi að sólin vildi skína inn í stofuna okkar, þá yrði ekki svona kalt þar«. »Nei«, sagði Tumi. »Og ekki eins dimt heldur. Eg vildi að eg ælti heima í sólinni, þá yrði mér aldrei kalt«. Jói fór að hlæja. Hann var þrem- ur árum eldri en Tumi. »Eg er hræddur um að þér þætli ekki vel- gott að eiga þar heima«, sagði hann. Um leið og hann sagði þetta, gekk maður fram hjá. Hann var vel bú- inn, og liafði loðfeld ystan klæða. »Eg veit hver þetta er«, sagði Tumi, »það er hann Sankti Kláus; eg þekki hann á loðfeldinum. Hann er altaf í svona feldi. Líttu á, hann er að safna jólagjöfum handa börn- unum«. »Já«, sagði Jói. »Ef þetta er hann, þá er hann að því«. »Eg vildi að hann vissi hvað mikið okkur langar til að fá jólagjafir«, sagði Tumi. »Ekki saml sætindi eða leikföng. Eg vildi langtum heldur fá hlýja vetrarkápu og heila skó. Eða hvað finst þér, Jói«. 1 »Jú, það finst mér; eg vildi lang- helst fá kápu og skó«. »Eg vildi bara að eg hefði hlaupið til hans og sagt honum það«, sagði Tumi. »Mamma sagðist vera hrædd um að hann mundi gleyma okkur þessi jólin. Ef eg hefði sagt honum það, þá hefði hann ekki gleymt því, að í næstu viku eru jólin«. »Bara ef mamma gæti náð í hann, þá mundi hún sjá um að hann gleymdi okkur ekki«, sagði Jói mjög áhyggjufullur. »Það mundi mamma sannarlega gera; hún sagði um daginn að bara ef hún vissi hvar hann ætti heima, þá mundi liún minna hann á okkur, og þarna kemur hann út úr litlu búðinni liinumegin við götuna. Eg ælla að ná í hann«. Eins og elding þaut hann af stað, áður en Jói gat aflrað honum. Hann varð að hlaupa talsvert langan spöl, áður en hann náði í ókunnuga manninn. Loksins náði hann bonum, gekk rakleitt til han» og sagði með mikilli ákefð: »Herra Sankti Kláus! viltu lofa mér að tala við þig«. Ókunni maðurinn nam staðar, og leit vingjarnlega í litla andlitið sem horfði upp á hann. »Hvað viltu, litli vinur?« »Mig langaði til að segja þér«, sagði Tumi, »hvað eg vildi helst fá í jólagjöf, þvi að mamma sagði að

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.