Unga Ísland - 01.12.1918, Blaðsíða 7
UNGA ÍSLAND
95
heilsa henni, og ef hún spyr þig hvað
það kosti, þá segðu henni að eg ætli
ekkert að taka fyrir að sauma það.
Eg get ekki verið að setja neilt upp
á það, hún er altaf eitthvað að gefa
ykkur hvort sem er; svona, farðu nú
og flýttu þér af stað, Lilja mín, á
meðan veðrið er golt, því það getur
skeð að hann geri byl þá og þegar,
hann er orðinn þykkur«.
Lilja Iét ekki segja sér þelta tvis-
var. Hún þaut af stað og hljóp altaf
þangað tii hún nam staðar fyrir
framan dyrnar hjá Elínu. Hún barði
á dyrnar. Elín kom til dyra.
»Komið þér sælar«, sagði Lilja.
»Nei, sæl vertu, Lilja mín«.
»Mamma bað að heilsa yður, og
eg átti að fá yður fötin«.
»Jæja, góða mín! Hvað kostar það?«
»Hún sagði að hún ætlaði ekkert
að taka fyrir það«.
»Er það nú vit; altaf er hún eins,
að vilja ekkert taka fyrir vinnu sína;
jæja, bíddu svolítið við, Lilja mín«,
sagði Elín og fór inn með fötin.
Eftir dálítinn tíma kom hún aftur.
»Fáðu henni mömmu þinni þessar
5 kr. Það er ekki of mikið; eg veit
að hún á bágt með að sauma mikið,
þó að hún geri það, og hérna eru
2 kr. handa þér fyrir hlaupin«.
»Eg þakka yður fyrir«, sagði Lilja
og bljóp upp um hálsinn á henni
og kysti hana,
»það er ekkert að þakka, Lilja
min; »eg bið kærlega að heilsa henni
mömmu þinni með þakklæti fyrir
fötin«, sagði Elín.
»Verið þér nú sælar«, sagði Lilja
og hentist út úr dyrunum.
Elín horfði brosandi á eftir henni,
litlu stelpunni sem henni þótti svo
vænt um. Hún óskaði þess jafnvel
að hún befði fengið að hafa hana
hjá sér, því hún átti ekkert barn.
Nú var Lilja glöð og ánægð. Hún
stansaði við í einni búðinni og keypti
spil, kerti og sælgæti fyrir 75 aura.
Síðan flýtli hún sér heim, en lét
mömmu sína ekki vita af því, sem
hún keypti.
»Jæja, mamma mín«, sagði hún
þegar hún kom heim. »Elfn bað að
heilsa þér með þakklæti fyrir, og hér
eru 5 kr., sem eg átti að fá þér«.
»Guð blessi hana; altaf er hún
eins«, sagði mamma hennar.
»Er Ingvi inni?« spurði Lilja.
»Nei, hann er að skila kjólnum til
hennar Rósu, en hann kemur nú vist
bráðum aflur, eg er hissa hvað hann
er búinn að vera lengi«, sagði
mamma hennar.
Þær mæðgurnar sátu nú saman i
rökkrinu og töluðu um hitt og þetta.
þégar þær höfðu setið hátt upp i
klukkustund kom Ingvi litli inn.
»Ósköp ertu búinn að vera lengi,
barnið mitt«, sagði mamma hans;
»hvers vegna varslu svona lengi?«
»Eg var að leika mér«, sagði Ingvi.
»Komstu ekki með peningana frá
henni Rósu, Ingvi minn?« spurði
mamma hans.
»Nei, hún sagðist skyldi senda þér
þá seinna«, sagði Ingvi og fór fram.
»Eg held að eg verði nú að fara
að kveykja, svo við gelum farið að
gera eitthvað«, sagði mamma þeirra.
Eftir dálitinn tima kom Ingvi inn
aftur. Hann settist á stól, eins og
hann var vanur. Hann fór altaf að
leika sér á kvöldin, þegar hann þurfti
ekki að læra, því þau voru bæði í
skóla, en höfðu fengið frí fyrir þrem
dögum. En nú sat hann á stólnum
og talaði ekki orð; við og við rann
tár niður kinnar hans. það var virki-
lega eitthvað sem hrygði hann. þegar
búið var að borða, fór hann strax
að hátta. Hann grúfði sig undir sæng-
ina og bylti sér á allar hliðar, en gat
með engu móti sofnað. Klukkan slóll.