Unga Ísland - 01.10.1919, Qupperneq 5

Unga Ísland - 01.10.1919, Qupperneq 5
UNGA tSLAND 77 JÞau eru orð- in fjölskrúðug, samgöngutækin, núna. Vagnar, skip, bilar og flugvjelar. Þetta höfum við sjeð alt hjer á ís- landi. Bílarnir eru orðnir fjölda margir. Flugvjel kom hingað í sumar, og flaug um allar tryssur. Hana hafa öli j'kkar sjeð sem búið á suðvest- ur horni lands- ins. En eitt sam- göngutækið, sem algengast er ann- arsstaðar, befir enn ekki sjest hjerna. Jeg á við járnbraut- irnar. Hún er ekki teljandi litla járnbrautin uppi í Öskjuhlíð, sem var notuð við hafnargerðina í Reykjavík. Það hefðu sumir svarið fyrir að flugvjelarmyndu koma hingað á undan járnbrautum. En svona fór. Járnbrautirnar breiða sig eins og þjelt net um nágranna- lönd okkar. í borgunum er ekki rúm fyrir þær á götunum. Þá eru grafin göng undir göturnar og eftir þeim fara lestirnar. Á myndinni sjást þrjú op inn í slík göng. Svo þjóta vagnar og bílar um göturnar ofan á járn- brautarlestunum eins og ekkeit sje. í stórborgunum ferðast menn i jörð og á. — Það verður vonandi ekki langt þar til við förum að sjá járn- brautarlestir þjóta um landið okkar. Hjer er nóg pláss fyrir þær ofan- jarðar. Liklega kemur einhverntíma á næstu áx-um járnbraut milli Reykja- víkur og Árnessýslu.

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.