Unga Ísland - 01.10.1927, Síða 5

Unga Ísland - 01.10.1927, Síða 5
UNGA ÍSLAND 77 ýmist á barnið eða álfkonuna og sagði: „Hún er alveg eins og þú“. Álfkonan brosti og svaraði: „Hún er ein af bestu vinkonunuin mínum. Jeg heimsæki hana á hverri nóttu, og á daginn líka, því að henni þykir gaman að leika sjer úti“. „Við skulum ekki heimsækja fleiri börn, sem sofa við lokaðan giugga“, sagði María. „Jæja“, sagði álfkonan. „Þú ert líka að verða syfjuð, svo að best mun vera að halda heim“. Hún tók í hendina á Maríu litlu, og svo flugu þær heim á leið. „Góða álfkona“, sagði María. „Ertu nú viss um, að jeg fái rjóða vanga, ef jeg sef við opna giugga og' leik mjer úti á daginn?“ „Jeg er viss um að það hjálpar mik- ið til þess“, sagði álfkonan. „En svo eru nú fleiri álfkonur, sem þu þarft að kynnast". Rjett í þessu stigu þær niður í gluggtrogið á húsi Maríu. Þær flugu inn, og álfkonan iagði hana í rúmið. „Viltu koma aftur?“ sagði María. „Það vil jeg fegin“, sagði álfkonan, „ef þú lofar mjer einu“. „Þú sagðist stundum vera kölluð „Gola“, sagði María, „en hvað heitir þú í raun og veru?“ „Líttu undir koddan þinn, þegar þú vaknar“, sagði álfkonan, „þá fær þú að vita það“. Hún kysti Maríu á enn- ið og kvaddi hana og var þegar horfin. María vaknaði morguninn eftir við það, að mamma hennar kallaði til hennar og' sag'ði: „Flýttu þjer á fætur, María, „annars kémur þú of seint í skólann“. Hún velti sjer fram á góllið og neri augun. Hún mundi fyrst ekkert eftir hvar hún var, en alt í einu mundi hún eftir álfkonunni. „Hvar er hún?“ sagði María, „eða var mig að dreyma?“ Þá datt henni í hug það sem álfkonan sagði síðast og þreifaði undir kodd- anum. — Ekki bar á öðru. — Þarna var pínulítið fannhvítt umslag. Hún opnaði það i skyndi og las þetta: „Jeg er blálotið tæra, sem elska alt og blessa. Svo ljúktu upp kæra og leyf mjer þig að hressa“. María sagði nu upp alla söguna. Allir híustuðu með mikilli eftirtekt, en enginn þó eins og Siggi. Þegar hún var búin, sagði hann mjög hróðugur: „Sagði jeg þjer ekki, að álfarnir væru til“. 0 Auður. Nathan Strauss, miljónamaðurinn emeríski, sagði við blaðamann, sem hann átti til við: „Það ef óheiðarlegt að deyja ríkur. Það er glæpsalegt af ríkum manni að úthluta ekki þurfamönnum af auði sínum. Sá maður, sem deyr ríkur, hef- ir vanrækt hina helgustu skyldu við þennan heim. Hin einu eftirsóknarverðu auðæfi er innri friður og ánægja af unnu góð- verki. Enginn verður farsæll fyrir peninga eina saman. Matur og drykk- ur, hús og heimili, störf og skemtan- ir eru jafn nauðsynleg fátækum sem ríkum. Jeg finn það nu, áð hin eina varanlega ánægja er innifalin í þvi, að reyna eftir mætti að bæta heim- inn“.

x

Unga Ísland

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.