Unga Ísland - 01.10.1927, Page 7
UNGA ÍSLAND
79
Veggirnir eru fagurlega skreyttir með
útskurði, og á þeim hanga myndir af
skáldum þjóðarinnar. Frh.
Heilræði.
Úrval úr Varabúlki.
Tilfinningum haft á haf,
hugrenningar vanda.
Geðshræringum æstum af
óhamingjur standa.
Hugsaður, hvað sem hel'st þú að,
hvort það staðist fái,
og viljir glaður þola það
þig hver maður sjái.
Ljót er seyra, að leggja á menn
last, sem þeir ei eiga.
Talaðu fleira ekki en
allir heyra mega.
Vopni andans beittu best
bæg frá grandi illu,
áriðandi met þjer mest
mót að standa villu.
#
Ti’úðu aldrei neinu illu um nokkurn
mann, án þess að hafa óyggjandi
sannanir fyrir að það sje satt. Og þótt
þær fáist, þá segðu samt ekki öðrum
frá því, nema þú finnir að brýnasta
nauðsyn krefji þess, og Guð hlýði a
meðan þú segir frá.
Ilenrij Van Dyke.
*
Sagan af silkinu.
Endur fyrir löngu voru Kínverjar
einu mennirnir i heiminum, sem
lcunnu að búa til silki. Elstu sagnir
þeirra segja, að Sen-ling-she drotning
hafi ofið úr því og hafi hún fundið
upp fyrsta vefstólinn. Þeir hjeldu að-
farðinni vandlega leyndri, til þess að
fá enga keppinauta. Þá var líka silki
svo dýrt, að það var lagt á aðra vog-
arskálina og jafnvægi þess af gulli á
móti. Það er fært í frásögur, að drotn-
ing Aurelíusar keisara í forn-Róm-
verska ríkinu hafi beðið mann sinn
að útvega sjer silkikjól, en hann hafi
svarað, að hann hefði ekki efni á því.
Þó var hann ríkasti maður í heimi og
rjeð yfir flestum þektum löndum.
Sagt var að Japanar hafi komist að
leyndarmálinu 300 árum fyrir Krists
fæðingu, og hafi menn frá Kóreu kent
þeim silkiræktina.
Þjóðsagnir Indverja segja, að leynd-
armálið hafi borist nokkru seinna til
þeirra með kínverskri kóngsdóttur.
Hafi hún ílutt fræ mórberjatrjes og
egg silkifiðrildisins undir fóðri á höf-
nðbúnaði sínum.
Frá Indlandi barst það til Persíu og
ríkjanna í Mið-Asiu. Grikkland, Róm
og Ryzantíum (Iíonstantinopel) fengu
silki frá Persalandi. Jústinían keisari
reyndi að ná versluninni úr höndum
Persa og gerði til þess samninga við
konungssoninn í Abvssiníu, en tilraun-
in mistókst. Árið 551 komu tveir
íhunkar til Konstantinopel. Þeir höfðu
stundað nám austur í Kína, og lært
þar silkirækt. Þegar þeir fóru úr land-
inu voru þeir rannsakaðir, og fanst
ekkert á þeim, en engan grunaði að