Unga Ísland - 01.10.1927, Qupperneq 10

Unga Ísland - 01.10.1927, Qupperneq 10
82 UNGA ÍSLAND Snati. „Jeg held jeg deyi úr hita“. „Jeg vifdi að þú dæir sem fyrst“, sagði kötturinn. „Því varstu að vekja mig? og láta feitu músina sleppa, rjett þegar jeg var að klófesta hana. Ekki er jeg skyldug til að vaka yl'ir þjer og hjúkra þjer alla nóttina“, „Bara að þú vildir taka ofan af mjer ábreiðuna“, sagði Snati. „Sussu, sussu“, sagði Snotra. Hún tók nú samt ábreiðuna of- an al' honum og fór með hana út að eldinum. Hún sá að hún var mikhi mýkri og betri en hennar eigin ábreiða. „Ertu nú ánægður?“ sagði Snotra. „Æ, jeg veit ekki“, sagði Snati. „Mjer er mikið ilt“. „Þú ert ekki yitund veikari en jeg“, sagði Snotra. „Ekki hef- ur þú vonl kvef eins og jeg“. „Ja, vont kvef“,- sagði Snati. „Þú veist ekki hvað það er að vera fótbrotinn". „Það var ekki hætt við því“, sagði Snotra. „Altaf þessi sami fótur, fótur, fótur“. Hún sneri sjer við á ábreiðunni og stein- sofnaði. 11. Snotra hjálpar Snata aftur. Snotra svaf langan og væran dúr. Snati svaf líka. En þegar dagur rann, spangólaði hann aftur. „Hvað gengur á, livað er nú að?“ sagði Snotra. , „Jeg þoli ekki þessar kvalir“, sagði Snati. „Þú verður að koma og hjálpa mjer“. „Eitthvað verður maður að gera, til þess að hafa frið á sjer“, sagði Snotra. Hún fór til Snata og leysti með tönnunum utan af fætinum. „Lýður þjer nú betur?“ sagði hún. „Já, mjer líður betur“, sagði Snati. Hann lá afturábak með höfuðið á koddanum. Honum var svo ilt, að hann gat ekki haldið höfði. Kisa sat og horfði á hann lengi og virti hann fyrir sjer. Loksins sagði hún: „Jeg held þú ætlir að fara að deyja“. „Fara að deyja“, sagði Snati og ný hræðsla greip hann. „Já, mjer sýnist þú ætla að fara að deyja“, sagði kisa aftur. Svo hjelt hún áfram að horfa á hann, eins og hún væri að bíða eftir að sjá hann gefa upp and- ann. 12. Snati býst við dauða sínum. „Hvað á jeg að gera“, sagði hundurinn. „Það er ekki til neins fyrir þig

x

Unga Ísland

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.