Unga Ísland - 01.03.1933, Blaðsíða 6
34
UNGA ÍSLAND
inna manna er annaðhvort óholl fæða,
eða of lítil fæða í maganum. Sofni mað-
ur fjórum stundum eftir kvöldverð, er
hætt við, að maginn segi til sín áður en
morgnar og trufli svefnfriðinn. Eitt
epli, heit mjólk eða annað létt og holt,
sem neytt er um háttatíma, bætir svefn-
inn og hvíldina.
6) Nægur hiti er nauðsynlegur. Svo
kalt ætti aldrei að vera í svefnherbergi,
að maður þyrfti að hafa mjög mikil
sængurföt. Mikill þungi ofan á líkaman-
um varnar honum að slaka á ög kom-
ast í fullkomið hvíldarástand; og fiður-
sængur hindra loftstraum að' líkaman-
um. Svo vel sé, þarf að sameina þetta
tvent, hreint loft og nægan líkamshita,
án þess þó að ofþyngja sér með sæng-
urfötum.
7) Hve lítill hávaði sem er, hindrar
svefninn. Jafnvel þó að maður vakni
alls ekki, losar hann svefninn og kemst
úr fullkomnu hvíldarástandi.
8) Liturinn á svefnherberginu þarf
að vera friðandi. Sterka, skæra liti ætti
að varast. Rauðir og gulir litir fjörga
og eru því ekki góðir. Bestir eru föl-
grænir eða bláir veggir gljáalausir.
9) Náttfötin hafa mikla þýðingu.
Rannsóknirnar benda á, að best sé að
sofa nakinn. En þá er oft ókleift að
halda nægum hita. Allir ættu að sofa
í öðru en þeir ganga í á daginn.
10) Hvernig maður snýr sér, þegar
maður sofnar, virðist hafa litla þýðingu,
því að eftir 15 mínútur hreyfir hann
sig, hvort sem er.
1 ]) Draumar virðast hafa minni áhrif
á hvíld og svefn, en menn hafa haldið.
Til .eru margar tegundir drauma, og lít-
ið vita menn um eðli þeirra. Sumir virð-
ast vera bjargar-ráðstöfun náttúrunnar,
til þess að veita útrás því, sem óþægindi
vökulífsins hafa valdið.
12) Svefntíminn þarf að vera reglu-
bundinn. Nauðsyn á að kofna á sama
tíma. Sumir heilsufræðingar halda því
fram, að sú óregla og æsing, sem fylgir
nútíðarlífi f jöldans í borgum, geri svefn-
inn síst notadrýgri en svefn feðra okk-
ar, sem sváfu í nærfötunum í pestar-
lofti undir haug af dún.
13) Bóklestur hefir bjargað mörgum
frá andvökum. Hræðsla við að geta ekki
sofnað, er versti óvinur svefnsins. Vel
valið lesefni getur hjálpað til að gleyma
henni. Vakni maður um miðja nótt og
verði andvaka, ætti hann að taka strax
það ráð, að lesa sig í svefn, í stað þess
að velta sér í áhyggjum.
14) Maður getur lifað mánuð án mat-
ar, en hverjum, sem er svefnlaus í viku,
er bani búinn. Lærum því á ungum aldri
listina, að sofa vel.
Pétur gamli varð andvaka og gat'ekki
sofnað fyrr en komið var undir morg-
un. Þessvegna er hann nú í afleitu skapi.
Reynið að koma honum í betra skap.
* * *
Húsbóndinn hoppar æandi um allt búsið, og
heldur um þumalfingurinn.
Húsfreyja: Þú berð í þumalfingurinn á þér,
góði minn, hvert einasta skifti, sem þú rek-
ur nagla.
Húsbóndi: Hvemig á ég að geta varast það 1
Húsfreyja (rólega) : Með því að halda báð-
um höndunum um hamarsskaftið.