Unga Ísland - 01.03.1933, Page 7

Unga Ísland - 01.03.1933, Page 7
UNGA ÍSLAND 35 f L Sagan af Kolbít^^^i* scm stal sílfuröndunum, ábreiðunní og gulíhörpu tröllsins. Þýðíng úr æfintýrasafni Asbjörnsen og Moe. -----------i W___________ 1 Framhald. Þeir fundu þá upp á því, aS fara til hestavarðarins og segja honum, að þeir hefðu heyrt bróður sinn segja, að hann gæti útvegað konunginum ábreið- una með silfur- og gullrósunum, sem tröllið ætti. Konungurinn sagði þá drengnum, að bræður hans hefðu sagt, að hann gæti útvegað sér trölls-ábreiðuna, með gull og silfurrósunum, og ef hann gerði það ekki, þá skyldi hann verða drepinn. Kolbítur sagðist hvorki hafa hugsað það né sagt, en þegar það dugði ekki, bað hann um þriggja daga frest. Þegar þeir voru liðnir, reri hann af stað yfir vatnið. Þegar þangað kom, fór hann varlega og hafði gát á hell- inum. Loks sá hann, að tröllið kom út nieð ábreiðuna, til að viðra hana. Þegar það var komið inn aftur, greip Kol- hítur ábreiðuna, og reri af stað heim eins hart og hann gat. Þegar hann var kominn út á mitt vatnið, kom tröllið út og kom auga á hann. „Ert það þú, sem hefir tekið sjö silf- urendurnar mínar?“ hrópaði tröllið. „Já“, svaraði drengurinn. „Hefir þú líka tekið ábreiðuna mína, með silfur- og gullrósunum?" spurði tröllið. „Já“, svaraði drengurinn. „Kemur þú ekki aftur?“ spurði tröll- ið. _ „Það getur vel verið“, svaraði dreng- urinn. Þegar drengurinn kom aftur með á- breiðuna með gull- og silfurrósunum, óx hann það í tigninni, að hann varð þjónn konungsins. En við það óx öfund bræðra hans; og til að hefna sín á hon- um, segja þeir við hestavörðinn: „Nú sagðist bróðir okkar geta náð í gullhörpu tröllsins fyrir konunginn, ef hann bara vildi. Harpan hefir þann eig- inleika, að allir verða glaðir, þegar þeir heyra til hennar“. Hestavörðurinn sagði kónginum þetta strax, og hann sagði við drenginn: „Ef þú hefir sagt þetta, þá skalt þú líka gera það, og ef þú getur það, skalt þú fá dóttur mína og hálft ríkið; en ef þú getur þetta ekki, skal ég láta drepa þig“. „Ég hefi hvorki hugsað það né S9gt“, svaraði Kolbítur, „en ef engin ráð eru önnur, þá ætla ég að reyna, en ég vil fá sex daga umhugsunartíma".. Hann fékk það; en að þeim liðnum varð hann að fara. Hann hafði með sér nagla, prik og kerti, og reri með það yfir vatnið. Þegar hann kom þangað, gekk hann þar fram og aftur, þar til tröllið sá hann. „Varst það þú, sem tókst frá mér sjö silfurendurnar ?“ hrópaði tröllið. „Já“, svaraði drengurinn. „Það varst líka þú, sem tókst frá mér ábreiðuna mína, með gull- og silfur- rósunum ?“ sagði tröllið. „Já“, svaraði drengurinn. Þá tók tröllið drenginn og fór með hann inn í hellinn. „Jæja, dóttir mín“, sagði tröllið, „nú hefi ég Ioksins handsamað þann, sem tók frá mér silfurendurnar og ábreið- una, með gull- og silfurrósunum. Láttu hann nú í geitastíuna; síðan skulum við slátra honum og halda veislu og bjóða vinum okkar“. Framhald.

x

Unga Ísland

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.