Unga Ísland - 01.03.1933, Qupperneq 10
38
UNGA ÍSLAND
MaSurinn, sem stendur
við stóra pottinn hérna á
myndinni, heitir Ólafur
Þórðarson. En þið skul-
uð elcki láta ykkur detta
í hug, að potturinn sé
grautarpottur, heldur er
þetta stóri blýpotturinn
hans Ólafs. — Þegar bú-
■ið er að setja Unga Is-
land á vél og prenta það,
eru allar línurnar, sem
vélin steypti, látnar i
þennan pott. Og þegar
potturinn er orðinn fuil-
ur, er kyntur gaseldur
undir pottinum, og línurnar brœddar upp. Og
þegar blýmálmurinn er orðinn fljótandi í pott-
inum, er honum rennt í mót, sem eru í hring
utan um pottinn að neðan. Þar storknar blýið
í lclumpa, sem sjást til hœgri á myndinni. Svo
eru þessir lclumpar brotnir í þrennt og iátnir
í pottinn í setningarvélinni, sem bræðir þá aft-
ur og steypir úr þeim nýjar línur. Svona geng-
ur þetta koll af kolli ■—■ þetta er hringferð
blýsins, er hann Ólafur brœðir í stóra pottinum!
ir séu handfljótir — en ekki þykir gott,
að þeir hafi „marga þumalfingur“! Ef
ykkur langar til að vita, hversu mörg
handtök það eru fyrir prentarann að
setja Unga ísland, þá skuluð þið telja
stafina, en ekki megið þið sleppa bilun-
um á milli orðanna, því að í þau verð-
ur hann að setja stíla, sem til þess eru
ætlaðir, og þá vitið þið, að handtökin
eru a. m. k. eins mörg og stafirnir, en
þó í rauninni miklu fleiri.
Hugsunin, sem færð er í letur á
pappírnum og afhent vélsetjaranum í
handriti, hefir nú verið steypt í ákveðn-
ar línur. Þessar línur mynduð þið ekki
eiga gottmeð að lesa, þær eru svo gljá-
andi, og þið mynduð segja að stafirn-
ir stæðu á höfði. En prentaramir eru
á annari skoðun.
Þegar búið er að setja lesmálið, er
því raðað niður í síður o. fl., sem ætlað
ar, strik, myndir o. fl., sem ætlað er
til prýði. Þetta er kallað „aS brjóta
um“. Allar síðurnar verða að vera
jafnlangar og jafnbreiðar, eins og gef-
ur að skilja.
Að þessu loknu er blaðið fyrst „tilbú-
ið til prentunar".
í nœsta hefti uerður sagt frá, hvernig
verkinu miðar áfram í prentvélasalnum
og bókbandsvinnustofunni og loks sagt
frá ferðalagi heftanna í póstpokunum.
Skrifið Unga íslandi og iátið í Ijósi,
hvort þið eruð ánægð með það. Sendið
ritstjórninni fyrirspurnir um efni, sem
ykkur langar sérstaklega til að fræðast
um, og þið haldið að aðrir unglingar
hafi áhuga fyrir. Unga ísland mun eftir.
föngum leysa úr spurningum, sem máli
skipta.