Unga Ísland - 01.03.1933, Page 11
UNGA ÍSLAND
39
MAÐURINN,
SEM STAL FRÁ SMÁBÖRNUNUM.
Framhald.
„Læknirinn segir, að hann borði lítið. Eg er
voða hrædd um, að eitthvað gangi að honum“.
„Hann þarf líklega að gera sér eittkvað til
gamans. Haltu veislu, og bjóddu hinum börnun-
um, til þess að reyna að hafa betta úr honum'‘.
„Æi, ekki held ég það, pabbi' ‘.
„Jú, gerðu það, dóttir mín. Skrifaðu á lista
nöfnin ,á þeim, sem verður boðið' ‘.
Pálína gerði þetta. Hún sýndi föður sínum
listann. Hann tók eftir því, að engu barni var
boðið frá heldrimanpa h'eimilunum, svo að
hann bætti við mörgum nöfnum. Og svo var
öllu þessu fólki boðið.
Bankastjórinn gleymdi nú öllu saman, en
mæðgurnar gleymdu því ekki. Þær sárkviðu
fyrir veislunni, og Karl litli, sem veislan var
gerð fyrir, fór að gráta, þegar minnst var á
hana.
Þó að afi hans ætti annríkt, þá hafði hann
þó tíma til að angrast út af þessu háttalagi
harnsins; hann grunaði, að hér væri ekki allt
oieð felldu.
Hann vann mvrkranna á milli, og allt virtist
ætla að ganga að óskum með fyrirtækið. Hann
vonaði, að óvildarmenn hans færu að koma aft-
ur til hans. Hann ákvað, að hafa nú öll við-
skiftin hrein og heiðarleg, það fannst honum
vera aðal-atriðið.
Einn morgúnn sagði Karl við dóttur sína:
•■Nú skrepp ég út að fósturskólanum til að sjá,
hvernig Karli litla líður, og helst koma með
hann heim“.
Klukkan tólf kom hann heim að skólanum.
Eörnin voru öll úti í garði, en hann fann ekki
Karl litla.
Það var nú leitað að honum og kallað. Loks-
fannst hann inni í skólastofu. Þar sat hann
aJe>nn úti í horni, og hann sýndist vera svo
Utill og einn og yfirgefinn.
"Karl litli“, sagði kennslukonan. „Hann
aíi þinn er kominn. Hví ert þú liér einn og
kemur ekki út með hinum börnunum f ‘
Karl stökk þá til kennslukonunnar og leit
til afa síns, eins og hann væri hræddur við
hann.
„Komdu, litli vinur“, sagði afi hans. „Hvað
gengur að þér ? Þú ert þó ekki hræddur við
mig?“
„Nei, afi“, sagði barnið; en röddin skalf.
Bankastjórinn sneri sér nú að kennslukon-
unni og spurði hana, hvernig drengnum gengi
við námið.
„Honum gengur heldur vel“, sagði hún.
„Hann var feiminn fyrst í stað, en það lag-
aðist fljótt“.
„Semur hann sig að hinum börnunurn?“
„Ekki get ég sagt það. Þau stríða hvert öðru,
og hann er víst vanari við að umgangast full-
orðna, svo að hann þolir þeim lítið“.
„Móðir hans hefir víst haldið honum of mik-
ið frá' öðrum börnum. En ég skal nú sjá um
að það breytist“.
Þeir nafnar fóru nú af stað. Þegar þeir komu
heim, var drengurinn veikur. Móðir hans hátt-
aði hann ofan í rúm, og þar grét hann sig
í svefn.
Þegar afi hans kom heim um kvöldið, fór
hann strax inn í harnaherbergið, til þess að
vita, hvemig drengnum liði. En þegar hann
kom inn í dyrnar, fór eins og áður, að barnið
fór að gráta. Afa hans gramdist. „Eg vil ekki
hafa þetta“, sagði hann. „Segðu mér óðara,
hvernig stendur á því, að þú lætur svona' ‘.
Mamma hans greip um handlegg föður síns
og sagði: „Vertu ekki svona hastur. Hann
getur orðið veikur aftur“.
„Ég er orðinn þreyttur á þessu, og ég vil
fá að vita, af hverju hann lætur svona“.
Barnið var nú búið að missa alla stjórn á
sér og hágrét. A milli grátkviðanna stundi hann
upp: „Mamma, láttu hann ekki meiða mig,
passaðu mig, mamma. Ég vil ekki eiga afa, sem
stelur frá litlu bömunum. Hann er þjófur.
Passaðu mig. Strákarnir kalla á eftir mér og
segja, að afi steli. Þeir vilja ekki lofa mér að
vera með, og fela gullin sín og segja, að ég ætli
að stela þeim. Láttu mig ekki í skólann,
mamma. Ég vil ekki fara þangað. Öll börnin
hlæja að mér, af því að ég ætla að hafa af-
mælisveislu. Enginn vill koma í veisluna, af
því að afi hefir stolið peningunum þeirra' ‘.
Móðir hans grét, en afi hans stóð náfölur og
tautaði: „Grimmdin í bömunum og blindni
kennaranna' ‘.