Unga Ísland - 01.03.1933, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.03.1933, Blaðsíða 16
44 UNGA ísland fllheims „ W o r 1 d - 1 9 mót skáta Jamboree" 3 3 Með fjögurra ára millibili eru haldin alþjóðaskátainót eða »Jamboree«, en svo eru þau kölluð. Á mót þessi streyma þúsundir af skátum víðsvegar úr hinum menntaða heimi, fullir af eftirvæntingu og tilhlökkun, enda verða þeir ekki fyrir vonbrigðum, því mót þessi eru stór- viðburðir í sögu skátahreyfingarinnar, og bera ljósan vott um þroska hennar og framgang. Fyrsta skátamótið (Jamboree) var haldið í Englandi árið J 921. Annað var í Danmörku 1924, voru þar eitthvað 5000 skátar. Hið þriðja var í Englandi 1929. Það var haldið í skemmtigarði skammt frá Birkenhead, sem er lítil borg andspænis Liverpool. Þar voru kringum 50,000 skátar samankomnir, þar á meðal 32 frá íslandi. Hið fjórða Jamboree verð- ur haldið í Ungverjalandi í borg sem heitir Göddöllö, og er 25 km frá Buda- pest. Til þess að gera mót þetta sem fullkomnast og best hefir verið við hafður geysimikill undirbúningur, svo sem: Lagðir vegir, leitt vatn, sími o. fl. Einnig verður útvarpað ræðum o. fl. með- an mótið stendur yfir. Þá hafa og verið haldin mörg námskeið undanfarin tvö ár meðal ungverskra skáta til þess að gera þá sem hæfasta til þess að vera leiðbeinendur og stjórnendur á þessu skátamóti. Mótið stendur yfir frá 1.—15. ágúst i sumar. Fyr- irkomulagið á þessu móti verður nokk- uð svipað því og var 1929, að skipt veröur niður í tjald- búðahéruð — Sub camp — með 2500 til 3000 skátum í hverju. Á móti þessu er gert ráð fyrir, að esperanto verði notað mikið sem hjálparmál, enda verður flokkað niður eftir því, hvaða mál af fjórum; ensku, þýsku, frönsku eða esperanto menn vilja tala. í tilefni af mótinu hefir alþjóða- bandalagið gengist fyrir bréfaskriftum miili skáta víðsvegar um heim, sem væntanlega munu komast í persónulega kynningu á Jamboree. Á mótinu verða allskonar sýningar, svo sem: Sundr og aðrar íþróttasýniagar og sýningar frá skátalífinu á útisamkomusvæðinu. Einn- ig verður sýnt svifflug. Dagskrá mótsins verður í stórum dráttum þessi: Gata á Jamboree 1929.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.