Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 4

Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 4
UNGA ISLAND 14 E 1 s a : Já, við vorum steinsofandi, þegar við áttum að fara að dansa fyrir konung- inn. Hann segir, að hvað eftir annað hafir þú af rótarskap strítt sér. Nú á að setja þig í steininn. Elsku, flýttu þér í burtu áður en þeir koma. Ó 1 i : Ég má ekki bregðast börnunum. (Tveir varðmenn koma inn). Og eins og þú sérð, er um seinan að flýja nú. 1. v a r ð m. : Gamli minn, ert þú Óli Lokbrá? Óli : Jú, svo mun vera. 2. v a r ð m. : Þú bruggaðir konunginum vélráð og spilltir gleðinni í hátíðasölum hans. Ó li : Satt er það, að ég aumkaðist yfir sár- þreytt börnin. 1. varðm. (við 2. varðm.): Þetta er gripurinn, í fangelsið með hann. (Þeir þrífa pok- ann af baki Óla og henda honum, síðan leiða þeir Óla út á milli sín). B í b í (hleypur til Elsu): Ó, pabbi minn á að fara í fangelsi. TjaldiS. 2. ÞÁTTUR. Búningsherbergi drottningarinnar. Spegill hangir yfir búningsborði. Hirð- mey valsar um. Það er barið að dyrum. 2. hirðmey gægist varlega inn um dyrnar. 2. h i r ð m e y (hvíslar hátt): Er hún komin? 1. h i r ð m ey : Hún getur verið hér á hverri stundu. Komdu inn fyrir og farðu úr kápunni, María. Stattu ekki þarna eins og hálf- viti. 2. h i r ð m e y (kemur inn, leggur frá sér hatt og kápu): Það skyldi engan undra, þó ég væri eins og fáráðlingur. Ég kem aft- ur eftir þriggja daga fjarveru og þá er hér allt í háa lofti. Hvert einasta barn í öllu landinu er útgrátið, enginn hefir munað að draga upp klukkuna, ökumað- urinn villtist hvað eftir annað (lítur hvasst á 1. hirðmey) og jafnvel þú ert í öfugum kjólnum. Hvað er eiginlega að gerast? 1. hirðmey : Við erum öll að verða vitskert, veist þú ekkert? 2. h i r ð m e y (afundin): Spyr sá, sem ekki veit. 1. h i r ð m e y : Hefir þú aldrei heyrt um mann, sem fer á flakk, þegar skyggja tekur, og börnin kalla Óla Lokbrá? 2. h i r ð m e y : Mikil ósköp, jú. Hann á heima í ná- grannalandinu — landi svefnsins. 1. h i r ð m e y : Hans hátign lét taka hann fastan. 2. h i r ð m e y : Það er ómögulegt. Hvers vegna? 1. h i r ð m e y : Hans hátign er konungur gleðinnar, Hann vill hafa kátt fólk í kringum sig, ekki svefnpurkur. 2. h i r ð m e y : Og aumingja Óli kominn undir manna hendur. En hvers vegna er hér

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.