Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 7

Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 7
17 UNGA ÍSLAND Bíbí : Ég frelsaði hann. Ég söng fyrir varð- mennina — og þeir sofnuðu. Konungurinn: Varðmenn! Hermenn! Eltið! Eltið hann! (Varðmennirnir sofa vært). Bíbí : Því miður er enginn, sem getur hlýðn- ast skipun yðar — allir steinsofa. Sjá- ið, þeir sofa, þeir við dyrnar og hinir, sem eru úti á götum. Hvað hátt, sem þér kallið, ansar enginn. Konungurinn (ráðalaus): Gamall maður hefir sigr- að mig. B í b í- : Konungur — hatið þér okkur ekki. Ríki svefnsins er skemmtilegt land. Komið þangað með okkur. Fallegu blóm- in anga þar, loftið titrar af yndislegum söng og draumarnir geta verið svo fagr- ir. (Bíbí syngur blíðlega og hægt: Bíbí og blaka. — Hirðfólkið fer að dotta, augun lokast á konungi og drottningu. Inn kemur Óli Lokbrá). B ö r n i n (hlaupa á móti honum): Óli Lokbrá! Óli Lokbrá! Ó 1 i L o k b r á (krýpur á kné fyrir framan konung): Yðar hátign — ég þakka — E 1 s a : Líttu á (brosir), þau sofa. Ó 1 i L o k b r á (við börnin) : Komið, þreyttu vesaling- ar. (Syngjandi vögguvísuna læðast þau út. Þegar söngurinn fjarlægist, hrýtur konungurinn og ljósin slokkna). Tjaldið, Lauslega þýtt. Samgöngur og samgöngufæri. II. Um vörufluttninga. Síðasti kafli var um fólksfluttninga. Þar var í mjög stuttu máli sýnt fram á, hverjar ástæður væru fyrir hinum mikla ferðamannastraum, sem sí og æ er á hraðri ferð fram og aftur á yfir- borði jarðar. í þessum kafla skulum við aftur á móti athuga þær frumástæður, er liggja til þess, að vörur eru fluttar óravegu um lönd og höf, frá framleiðanda til neytanda. í fyrndinni, þegar maðurinn lifði ó- brotnu frumbýlingslífi, lét hann sér nægja til lífsviðurværis það, sem nátt- úran lét honum í té í heimahögum. En þegar tímar liðu, fóru ólíkir þjóðflokk- ar að kynnast hverjir öðrum. Þá lærðu þeir hverjir af öðrum ýmsa siðu og háttu og fóru síðan smátt og smátt að tileinka sér ýmiskonar lifnaðarháttu og lífsþægindi, er ekki voru samrýmanleg náttúruskilyrðum heimalandsins. Þjóð, sem hingað til hafði t. d. ein- vörðungu framfleytt lífi sínu á dýra- veiðum, vandist á að éta korn og ann- an jarðargróða. En þjóðin kunni þá ekkert til ræktunar, eða þá að óblíða náttúrunnar leyfði ekki ræktun. Hér var því ekki um annað að ræða en skifta á kjöti og skinnum fyrir brauð- vöru. Þannig komust þjóðirnar upp á það að skifta á vörum sín á milli, og eign- uðust þær þá brátt verslunar- og far- mannastéttir, er tóku að sér að annast um vöruskiftin. Okkar eigið land og þjóð er eitthvert

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.