Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 16

Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 16
UNGA ISLAND 26 LESKAFLAR FYRIR LITLU BÖRNIN. Drengurinn, sem á að vcrða stór. Litli drengurinn grét sjaldan, en hjalaði og hló, þegar mamma hans og pabbi töluðu við hann. En svo hætti hann að vera kátur. Hann hætti að hlæja og hjala, en volaði oft og grét. „Hvað skyldi ganga að litla drengnum?‘ sagði pabbi hans. „Hann er svangur“, sagði konan. „Eg hefi ekki nóga mjólk handa honum. Reyndu að fá mjólk“. Maðurinn lagði þegar af stað, til þess að fá mjólk. Hann gekk lengi, lengi. Loks hitti hann sauð- kindina. Hún var á beit uppi í f jallshlíð. Þetta var ær. Hún jarm- aði: „Ma, ma, ma“. Þá svaraði einhver: „Me, me, me“. Það var lambið. Það kom þjótandi til mömmu sinnar og fór að sjúga. Maðurinn varð glaður. Hann sá, að ærin átti mjólk. Hann læddist að henni og sagði: „Viltu gera svo vel og gefa mér mjólk handa litla drengnum mínum?“ Ærin stapp- aði niður öðrum framfætinum og sagði: „Eg gef lambinu mínu mjólk, en þér gef eg ekkert, nema þú náir í mig“. Síðan þaut hún upp í fjall með lambið sitt og hvarf. Hann hélt áfram og gekk lengi, lengi um f jöll og dali, skóga, hraun og eyðisanda. Hann sá mörg dýr, en þau voru svo stygg og frá á fæti, að hann komst ekki nálægt þeim. Hann kom að læk. Margir hyljir voru í læknum og grynningar á milli. Maðurinn var orðinn þreytt- ur og þyrstur. Hann lagðist niður og drakk. Þá sá hann silunga i hylnum. Einn þeirra fór upp á grynningar. Maðurinn veiddi hann og hélt síðan heim á leið með veiði sína. Hann kom að ár-ósi og sá þai' seli. Hann náði í einn kóp og fór líka heim með hann. Konan tók fegins hendi á móti veiðinni og fór þegar að matbúa. Þegar maturinn var tilbúinn, borð- uðu foreldrar litla drengsins sig södd, en hann gat ekki borðað með þeim. Hann þurfti mjólk. Hann

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.