Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 13

Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 13
23 UNGA ÍSLAND eins einn grútarlampi logaði þar á vegg. Þarna voru dvergarnir að verki, sveipaðir huliðsblæjum. — „Hvað veldur þessu, eldur“, muldr- aði skessan. í sama bili greip Ásta drenginn sinn og hljóp með hann út úr hvelf- ingunni, en dvergarnir réðust á skessuna og strákana, og hentu dufti í augu þeirra, síðan hlupu þeir sem mest þeir máttu á eftir Ástu og huldu- meyjunni, og allur hópurinn hraðaði sér í ofboði fram göngin. Gomsagemsa var ekki sein að átta sig á því, sem gerst hafði, en hana sársveið í augun góða stund og gat því ekki annað en nuggað þau með handarbakinu, eins og rellinn krakki og ekki voru synir hennar í betra ástandi: Þeir glenntu upp hvoftana og hrinu og hrinu eins og allt ætlaði af göflum að ganga. „Lokist dyr! Lokist dyr“, orgaði nú skessan og sló saman hnefum í heiftaræði. Þá féll þung járnhurð fyrir göngin, fótmáli framan við huldumeyna og hennar fylgdarlið. En hún var ekki aldeilis ráðalaus yfir svona löguðum &jörningum, heldur tók hún upp töfrasprota, drap honum við hurðina, og hún laukst óðar upp og þau héldu viðstöðulaust áfram. — Þegar þau loksins stóðu öll í Gapahelli, þá var Gomsagemsa heldur betur á ferðinni fram göngin, og Skrönglinskrangli og Skrípikló á eftir henni. En þá sló huldumærin sprota sínum við gangopið og sagði: „Hrynji, hrynji bergið brátt, brytjist tröllin öll í smátt“. Og þá hrundu göngin saman með ógurlegum gný og braki og brestum. Og þarna fórst Gomsagemsa ásamt báðum peyjum sínum og hefir aldrei orðið vart við hana síðan. En enn í dag má sjá úr Gapa op gangsins, er lá inn í hvelfinguna miklu, þar sem óvættin deyddi börn áður fyrr, kyrj- aði ljótar vísur á niðadimmum haust- kvöldum og þuldi ramma galdra. — Framh. Saga án orSa. Kaupendur eru vinsamlega beðnir að af- saka þann drátt, er orðið hefir á útkomu janúar-heftisins, er stafaði m. a. af ónógri raforku, vegna forstanna. Þeir útsölumenn, sem enn hafa ekki gert grein fyrir sölu síðastliðins árs, eru alvar- lega áminntir um að gera það þegar í stað.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.