Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 9

Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 9
19 UNGA ÍSLAND Fjallgangan. Síðastliðið sumar átti ég heima að bæ einum í Langadal í Húnavatnssýslu. Austan megin dalsins er Langadals- fjall og er það víðast allhátt. Ég hafði fyrir löngu ákveðið að ganga upp á fjallið um einhverja sum- arhelgina, þá er gott skyggni væri, og horfa yfir landið, þegar ég 16. sunnu- daginn í sumri — hinn 11. ágúst — lét verða af því. Þann dag var glaðasólskin og norðan andvari. Himininn var ein skýjalaus bláhvelfing og loftið var þrungið blóma- ilm og fuglasöng. Með öðrum orðum: Veðrið gat ekki verið betur fallið til skemmtiferðalaga. Ég lagði af stað að heiman að aflíð- andi hádegi, með sólfylltan hug og í sumarskapi. Föruneyti mitt var ekki annað en svartur hundur, svo að það gat hver sem var séð, að ekki var stór- höfðingi á ferð, heldur einungis óbreytt- ur förupiltur. „0, jæja, það skiptir nú ekki svo miklu máli“, hugsaði ég með mér um leið og ég fetaði mig áfram upp eftir fjallinu, móður og sveittur, sveiflandi húfunni í hendinni. Útfl. á árinu 1935 Fiskur ................... 69905 smál. Lýsi....................... 4828 — Síld.................... 143582 tn. Síldarafurðir............. 12744 smál. Kjöt....................... 3019 — Skinnavörur................. 990 — Innfluttar vörur eru hins vegar aðal- lega brauðvörur, kol, salt, byggingar- vörur (járn, timbur, sement), verkfæri, veiðarfæri og fatnaður. Öðru hvoru var ég að líta eftir, hvort enn væri langt ófarið upp á fjallsbrún, því að mér þótti seint sækjast ferðin. En það smástyttist nú samt; óðum víkk- aði sjónhringurinn — og loksins stóð ég á brúninni, umvafinn sólvermdum fjallablænum. Ég stóð og horfði í leiðslu á náttúr- una, á fegurðina umhverfis mig. Fyrir neðan mig teygðu byggðirnar út arma sína, fyrst og fremst Langidal- urinn, prýddur skrautböndum Blöndu, er liðast um undirlendið og myndar ó- teljandi eyrar og hólma, grónum feg- urstu eyrarrósum. Þar út frá lágu nærsveitirnar, hver með sínum einkennum og örnefnum. - 1 norðvestri risu Strandafjöllin, eins og bergtröllaherskari, en um þau kringd- ist ljósblár særinn, er svo þandi úr sér til endimarka minnar sjónvíddar. í austri var ekkert sjáanlegt annað en fjarlægðarblá Skagafjarðarfjöllin, er liggja í margföldum, samanofnum fellingum, og voru þau sumstaðar mjöllu krýnd. Ég leit fram til öræfanna, og þá blasti við mér tíguleg sýn. í einum svip leit ég tvo jöklahöfðingja, Hofsjökul og ef til vill Eiríksjökul, en vegna afstöðu hans getur það eins vel hafa verið Langjökull, og skal ég þar eigi tryggt um tala. Það glampaði á þessa hvítu heiðabúa í sólskininu, en það gerði þá svo góðlega og fagra, að mig undraði. Auk jöklanna gafst mér að líta ótal fell og fjöll, sem ég kann eigi að nefna, en sem juku öll mjög á stórfengleikann í þessari yfirlitsmynd. Þaðan leit ég í vestur, og sá ég þá svo ákaflega skýrt, að gufumóðu lagði upp af Svínavatni í hitanum, og eyddist

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.