Unga Ísland - 01.02.1936, Side 5

Unga Ísland - 01.02.1936, Side 5
15 UNGA ISLAND grátur og gnístran tanna og útgangur- inn á þér eins og hann er? 1. h i r ð m e y : Það mætti segja mér, að þú værir lítið betri, ef þú hefðir verið vansvefta í 72 klukkustundir, og börnin hafa líka vakað í 3 sólarhringa, litlu greyin. 2. h i r ð m e y : Hefir enginn blundað síðan þeir fang- elsuðu Óla? 1. h i r ð m e y : Ekki einu sinni konungurinn sjálfur, og hann er svo geðstirður, að enginn þorir að koma nærri honum. 2. h i r ð m e y : Uss! — Nú kemur hennar hátign. (Drottningin kemur inn, gengur rak- leitt að búningsborðinu og tekur upp spegil). Drottningin : Mér datt það í hug, María litla, líttu á, ein hrukkan enn. 1. h i r ð m e y : Góður svefn í nokkrar nætur mundi má hana burtu, yðar hátign. D r o 11 n i n g i n : Það veit ég vel. En gamli maðurinn, Óli Lokbrá, eða hvað hann nú heitir, er enn í fangelsi og enginn getur sofið. Já, því segi ég það! En láttu nú hendur standa fram úr ermum, María. Ég verð að vera við hirðina eftir 5 mínútur. (1. hirðmey krýpur og skiptir skóm drottningar, hin breiðir blæju um herð- ar hennar). 1. h i r ð m e y : Litla frænka mín er veik, yðar há- tign, ef hún getur ekki sofið í dag, tel- ur læknirinn vonlaust um hana. Drottningin: Vesalings barnið. Það vildi ég að guð gæfi, að konungurinn léti þennan gamla mann lausan, en enginn þorir að biðja hann þess. (Úti fyrir heyrist hrópað: Konungurinn! konungurinn!) Hvað er um að vera? 2. h i r ð m e y (við gluggann): Börn! Börn í hundraða 'tali. Þau kalla á konunginn. Drottningin : Þau eru komin til að heimta Óla Lok- brá úr fangelsinu. Þau eru hugrökk. En konungurinn mun ekki láta undan. Ár- um saman hefir ríkt óvinátta milli lands glaumsins og svefnsins. (Það er drepið á dyr). Hirðsveinn (kemur inn): Konungurinn bíður, yðar hátign. Drottningin : Ég kem. (Hirðmeyjarnar hneigja sig um leið og drottningin fer út). TjalcliS. 3. ÞÁTTUR. (Konungurinn og drottningin sitja á hásætum á miðju leiksviðinu. Hirðfólk stendur til beggja hliða. Varðmenn við dyrnar). Konungurinn: Þér sjáið það sjálfur, herra forsætis- ráðherra, að við svo búið má ekki standa. (Varðm. geispar). Gjörið svo vel og látið vera að geispa. (Flestir geispa). Hættið þessu. (Lítur reiðulega í kringum sig). Hættið þessu, segi ég. (Drottningin reynir árangurslaust að geispa ekki. Konungurinn lítur ásökun- araugum á hana). Ég endurtek, herra forsætisráðherra, við svo búið má ekki standa.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.