Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 6

Unga Ísland - 01.02.1936, Blaðsíða 6
UNGA ISLAND 16 Forsætisráðherra : Yðar hátign, eins og á stendur get ég ekkert aðhafst. K o n u n g u r i n n : Þá getið þér sagt af yður stöðu yðar. Enginn dró upp klukkuna í gærkvöldi. Súpan var viðbrennd og kekkir í grautn- um. Þetta má ekki eiga sér stað. Forsætisráðherra : Yðar hátign. — Þegnar yðar þarfn- ast svefns. Án svefns eru allir ófærir til alls. K o n u n g u r i n n : Þið viljið fljóta sofandi að feigðarósi. Eg fæ höfuðverk af þessu hjali. Forsætisráðherra : Yðar hátign, ef ég mætti gerast svo djarfur, álít ég að einnig þér þurfið að sofa. Konungurinn (reiður): Ég! Hvaða vitleysa. Hvernig dettur yður slíkt í hug? Forsætisráðherra : Afsakið, yðar hátign, en þér eruð ekki í yðar vana góða skapi í dag. Konungurinn (bálvondur): Geðstirður í dag. Bull og vitleysa. Hvílík ósvífni. Forsætisráðherra : Jú, yðar hátign, af sannleikanum verður hver sárreiðastur. (Við varðm.): Leyfið börnunum inn. (Inn koma fjór- ir drengir og þrjár stúlkur með Elsu í fararbroddi, sem heldur á skrá. Þau ganga að hásætinu og hneigja sig djúpt). E 1 s a : Yðar hátign, viljið þér hlusta á bæn- arskrá vora? K o n u n g u r i n n : Lestu hana, barn. E 1 s a (les): Börn þessa lands senda konungi sínum þessa bænarskrá og biðja hann allra mildilegast að bænheyra þau. Þau játa, að stundum hafa þau neitað að hátta, þegar þau áttu að gera það. Þau álitu, að ekkert væri eins sælt og að fá að vera sí-vakandi. Nú hefir ekki sála sofnað í landi þessu í þrjá sólarhringa. Börnin skæla, sjúklingarnir veina og fullorðnir menn skjálfa og titra. Eng- inn er kátur, lífsgleðin er horfin úr landinu. Við, börn þessa lands, höfum sannfærst um, að svefninn er dýrmætur. Við biðjum yður um, að láta Óla Lok- brá lausan, svo þessari hræðilegu plágu af völdum svefnleysisins verði aflétt. Konungurinn (kuldalega): Þessi maður frá nágranna- landinu er óvinur minn. Öldum saman hefir land glaumsins hatast við ríki svefnsins, og nú er Óli Lokbrá fangi minn. (Börnin drjúpa höfði vonleysis- lega. Allt í einu heyrist Bíbí syngja. Hún kemur inn, raular vögguvísu og stráir fíngerðum sandi á varðmennina um leið og hún fer fram hjá þeim. Hún gengur hægt fram fyrir konunginn). Konungurinn: Þetta er fallegt lag. Hver ert þú? B í b í : Bíbí heiti ég, Óli Lokbrá er pabbi minn. Hann er frjáls. Konungurinn: Fy'jáls. Það er ómögulegt. Ég hefi ekki gefið skipun um að láta hann lausan.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.