Unga Ísland - 01.12.1937, Side 4

Unga Ísland - 01.12.1937, Side 4
UNGA ÍSLAND 142 ÞÓRARINN JÓNSSON: SÍÐASTA JÓLAOJÖFIN. Allir vita, hve annríkt er, þegar jólin nálgast. Þá keppist hver sem betur getur við verkin, svo að þau öll séu búin, þegar iólahelgin byrjar. Hún Maja litla fór ekki varhluta af að vinna. Hún var boðin og búin til að vinna allt, sem hún gat, og þó var hún ekki nema sjö ára. „Elsku Maja mín,“ sagði mamma henn- ar, er hún sá Maju keppast við að fægja hnífapörin. „Eg er hrædd um að þú gangir alveg fram af þér, elskan mín.“ „Ó, nei! mamma mín,“ svaraði Maja. „Ég verð aldrei þreytt af því að hjálpa þér.“ Þessi orð voru sögð með þvílíkri rósemi, svo látlaust, en þó svo aivarlega, að móðir hennar varð innilega snortin. Enginn má a;tla, að Maju hafi verið ætlað neitt sér- stakt verk að vinna. Hún var eftirlætisbarn, og eina barnið, sem foreldrar hennar áttu. En starfslöng- un Maju var mikil, og hneigð til þess að gleðja. aðra, og þess gætti bæði í leikjum hennar og starfi. Klukkan var orðin sex. Jólin voru kom- in. Allir á Hofi voru komnir í sparifötin sín. Ljós skein í hverju herbergi og í hverj- um glugga. Það var einnig bjart í herberginu lians Péturs gamla, og hann var líka kominn í sparifötin sín. Þótt allir væru í liátíðaskapi þetta kvöld, þá var Pétur gamli það ekki. — Mótlæti liðins tíma hafði meitlað napra kulda- drætti • í andlit Péturs og mótað hann þannig, að heimilisfólkið yfirleitt sneiddi sig hjá honum. Pétur gamli var þurfamaður, og liafði verið á sveitinni síðari ár æfi sinnar. Þegar þessi saga gerðist voru kjör þurfa- manna önnur en þau eru nti, og þá var lir- ið á þurfamanninn með andúð og lítils- virðingu. í stóru stofunni á Hofi var búið að kveikja á jólatrénu. — Ljósin skinu glað- lega.— Heimilisfólkið hafði myndað liring utan um jólatréð. Húsmóðirin var sest við hljóðfærið og var að leita að jólasálminum „Heims um ból“ — en tók allt í einu eftir því, að Maju litlu vantaði. Hún reis þegar á fætur, og gekk iun í hjónaherbergið. Þar lá Maja 'í rúminu sínu og grét með þungum ekka. „Hvað gengur að þér, elskan mín?“ spurði mamma hennar. „Af hverju eru öllum gefnar jólagjafir, nema Pétri gamla?“ Orðin komu slitrótt vegna ekkans. Móður hennar varð bilt. við. Aldrei þessu vant liafði Pétur gamli orðið útund- an við útbýtingu jólagjafanna, og gleymst. „Hættu að gráta, elskan mín,“ sagði Sól- veig og reisti Maju á fætur.— Við skulum ráða bót á þessu. Hún leiddi Maju inn í stofuna, þar sem fólkið beið. Undrunarsvipur kom greinilega í ljós á hverju andliti, er fólkið sá Maju, sem var með þungum ekka.

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.