Unga Ísland - 01.12.1937, Side 11
149
UNGA ÍSLAND
Háskóli íslands í Reykjavík.
Háskóli íslands var stofnaðu nieð lög-
um árið 1911 á aldarafafmœli Jóns Sig-
urðssönar forseta. Hann er œðsta mennta-
stofnun landsins. Þjóöin fann það á aldar-
afmæli frels'ishetjunnar, aö minningu llans
varð ekki sýndur fmeiri sómi með neinu
öðru en að teng-ja stofnun Háskólans við
lmndrað ára afmæli lians.
En íslenska þjóðin er fátæk og fámenn.
Hún átti ekki neitt liúsrúm fyrir háskóla
sinn. Hefir hann því frá uppliafi orðiö að
starfa í þröngnm húsakynnum í Al])ingis-
liúsinu .
En nú er verið aö bæta úr þéssu. Fyrir
nokkrum árum var moð lögum 'stofnað
Happdætti liáskóla íslands, og er öllum á-
góða þess varið til þess að koma upp liúsa-
Ifynnum fyrii- Iláskólann. Ilefir Háskól-
anum verið valinn staðnr vestanvert' við
hjiirnina sunnanverða á fögrum stað, og
(•ru þar nú ýmist risnar upp, eða eru að
i'ísa upp, veglegar byggingar, sem veröa
framtíðarheimkynn i Háskólans.
Háskólinn liefir lengst af starfaö í fjór-
Um deildum, guðfræðideild. kuknadeild,
iagadeild og heimspekideild. I þrem liinum
fyrstnefndu fá guðfræðingar, lælmar og
lögfræðingar undirbúningsmenntun sína.
1 heimspekideildinni er lögð stund á heim-
speki, og sögu og t.ungu og bókmenntir ís-
lenzku þjóðarinnar. Auk þess ei1 nú ný-
stofnuð við Háskólann atvinnudeild, þar
sem fram fara ýmsar vísindarannsólcnir í
þarfir atvinnuveganna. Hefir sú deild þeg-
f.r fengið nýtt veglegt liús til umráða, sem
reist hefir verið á lóö Háskólans. Þar er
einnig fullgerður stúdentagaröurinn, bú-
staður stúdenta, reistur fvrir samskota- og
gjafafé, og' er hin virðulegasta bygging.
En glæsilegasta byggingin er þó Háskóla-
húsið sjálft, sem nú er í smíðum og langt
komið. Hér fylgja með myndir af stú-
dent;agarðinum, og* liinni undur fögru Há-
slcólabyggingunni í smíðum. Verður að öll-
um þessum liúsum liin rnesta bæjarprýði
í Reylcjavík, aulc þess sem það má telja
sómasamlega bætt úr liúsnæöisvandræðum
Háslcólans. Meö stofnun Háslcólans og með
því að búa honum svo góð skilyrði sem n-ú
er verið að gera, er núverandi kynslóð full-
orðinna manna í landinu að búa í haginn
fyrir böráiin og æskulýðinn, svo þau njóti
betri menntunar og skilyrða en forfeður
þeirra hafa gert.