Unga Ísland - 01.12.1937, Blaðsíða 20
UNGA tSLAND 158
LESKAFLAR FYRIR LITLU RORNIN
Jólakerlin.
Einu sinni var fluga. Það var
stór fluga. Hún var gul á lit með
svörtum röndum. Það var samt
ekki randafluga. Það var býfluga
eða hunangs-fluga. Hún kom út
úr holu sinni og suðaði hátt.
Það var sólskin og hiti. Hunangs-
flugan var úti allan daginn og
safnaði vaxi. Hún safnaði líka
hunangi. Þess vegna heitir hún
hunangs-fluga. Hunangið er sætt
og gott.
Hún safnað1' vaxi og hunangi á
hverjum degi, þegar sólskin var
um sumarið. Hún safnaði vaxi og
hunangi, þangað til hver krókur
og kimi í holunni var fullur.
Hún bjó til krukkur úr vaxinu
og í þeim geymdi hún hunangið.
Þá kom jólasveinninn.
»Komdu sæl hunangsfluga,«
sagði hann. »Þú átt mikið vax.
Gefðu mér nú dálítið af því. Ég
ætla að búa til kerti.«
»Þú færð ekkert vax hjá mér,«
sagði hunangsflugan. »Ég verð að
geyma hunang í vaxkrukkunum
mínum. Bráðum kemur veturinn,
og þá verð ég að lifa á hunang-
inu, sem ég safnaði í sumar.«
»En þú átt svo mikið vax,«
sagði jólasveinninn, »að þú getur
vel gefið mér dálítið í kerti handa
litlu börnunum í Koti. Þau fá aldrei
jólatré, og í fyrra fengu þau engin
kerti, litlu skinnin.«