Unga Ísland - 01.12.1937, Side 3
UNGH ISLAND
10. HEFTI. - r—■———■—i REYKJAVÍK, DES. 1937.
Qíeðileg jóll
Barnahátíðin mikla er að koma, hátfðin, sem lætur
verða bjart jafnt í höllum og hreysum.
Unga Ísland langar tii þess, að hún verði fagnaðarrik
lesendum sínum og öllum fsienskum börnum. Það lætur
sér ekki aðeins nægja, að börnin hiakki til ogþyki skemti-
legt á jólunum. Það vill, að jólin verði þeim ti! djúprar
og varanlegrar gleði.
Fyrir mörgum börnum er logandi jólakertið eins og
mynd af jólunum sjálfum. Og sú mynd er falleg og sönn.
Þú kemur með logandi kerti og kveikir á öðrum kertum
við logann. Þaö verður bjartara og unaðslegra i kringum
þig. Ljósunum fjötgar. Þau eru öll kveikt af þessum eina
loga, og þó hefir ekkert eyðst af honum. Hann logar
áfram bjartur og skær. Þannig eru jólin. Jólaljósin ykkar,
jólaljósin um íslandsbygðir frá strönd til fjalla, jó/aljósin
um viða veröld eru kveikt af loganum við jötuna f Bet/e-
hem, sem /ýsir enn, eins og forðum hirðunum og hersveit-
unum himnesku. En þetta Ijós er kæríeikurinn sjálfur,
eilifur, ódauðlegur, óþrjótandi, því að hann er frá Guði.
Það er hann, sem kveikir á jó/akertinu þinu, og svo er
það þitt að kveikja fleiri og fleiri jólaljós. Þú gjörir það
með þvi að sýna öllum, sem þú nærð tit, ástúð og kær-
leika, foreldrum þínum og systkinum og öðrum á heimili
þínu, félögum þínum, og þó einkum þeim, sem eiga bágt
á einhvern hátt, og þarfnast þín til að gleðja sig. Jólagleði
þín mun ekki verða minni fyrir það, heldur muntu finna
og reyna, að þetta er einmitt sanna jólagleðin. Þá ertu
Hka samverkamaður fé/agsins, sem gefur út Unga Island
og kennir sig við krossinn, merki kærleikans, merki Krists.
Guð gefi ykkur öllum fagnaðarrika hátíð.
ÁSMUNDUR GUÐM UNDSSON.
iiK
•i>:
*:ik