Unga Ísland - 01.12.1937, Side 16

Unga Ísland - 01.12.1937, Side 16
UNGA ÍSLAND 154 ('.n lítið hissa, þepar hann sá ekki reiði- grett andlit, heldur t.ígulegan baksvip skipstjórans; hann \Tar að stíga á land. Plask! Skipstjórinn leit við og sá Larfa- Láka standa í vatni upp á mjaðmir við iandbrúna. „Gerið þér svo vel. herra skipstjóri. og — fyrirgefið þér.“ Ungi maðurinn kom aftur, brosandi. Um leið og hann fór fram hjá drengnum, beygði hann sig niður að honum, tók þétt- ingsfast í flókinn hárlubbann á honum og beygði höfuðið aftur. Nasavœngir Láka titruðu af sársaukan- um. en hann kveinkaði sér ekki — horfði bara í augu mannsins. „Réttu mér höndina, drengur minn.“ Ilendin kom, hikandi, og skipstjórinn tók f hana. „Komdu svo með mér um horð í þennan gamla dall.“ Drengnum mislíkaði sýnilega. „Þetta er enginn dallur. skipstjóri, held- ur heiðarleg skonnorta, og heitir ,,Bdit“.“ „Jœja, þá það, en komdu nú.“ Láki hristi höfuðið. „Ég hefi fengið skipun um að vera hér, þangað til kallað verður á mig.“ „Jæ.ja., skyldurækinn mann á ekki að lokka. heldur nevða hann.“ Og Láfi var tekinn sterkum höndum og vippað létti- lega inn fyrir borðstokkinn. -----Það var fjör í tnskunum niðri í káetunni. Staupin og flöskurnar á borðinn skýrðu það skrítna uppátæki, að halda barnaverndarnefndarfund úti í skipsflak- inu. Það var ekki beinlínis vingjarnlegt, augnaráð sem beint var að unga skip stjóranum. þegar hann kom inn með Larfa- T/áka. Hann flýtti sér að segja, áður en mennirnir áttuðu sig: „Ég verð að biðja þessa heiðruðu sam- komú að afsaka, að ég kem hingað óboð- inn. En ég vildi spyrjast fyrir nm það, bvort nokkuð sé því til fyrirstöðu. að ég f.aki piltinn þann arna með mér, ekki sem skipsdreng, heldur-------“ Páll skóari átti örðugt með að leyna gleðinni yfir því, að ábyrgðinni var allt í einu af honum létt. Hann taldi sér þó skylt að gera athugasemd: „Hm—það gleður okkur auðvitað. En lrafið þér nú hugsað um það — ég á við — hann hefir strokið úr góðum vistum, og ....“ „Þakka yður fyrir,“ tók' skipstjórinn fram í. „Gerið yður ekki frekari áhyggj- ur. Ég hefi hugsað mig um.'1 Þér liafið víst aldrei litið á snáðann. Takið þér eftir hendinni á honum. Ég tók í hana áðan, og fann þá, að hún var hörð og með siggi, eins og á gömlum sjómanni. Hann hefir tekið vel á þeim áhöldum, sem hann hefir fengið í hendur. Það er ekki vinnan, sem hann hefir strokið frá. Og lítið þér á andlitið á lionum. Það er óhreint, og það svo um munar. En það eru ljósar rákir niður kinnarnar á honum. Farvegir eftir tár, herrar mínir. Eftir þessum rákum hefi ég gert mína útreikn- inga. því að þær vitna um ósvikið mann- tak. Þrettán ára drengur, sem harðhend tilvera hefir nærri því gert fullorðinn, og grætur vfir öðrum eins föður og Larfa- Pétri — hann er ósvikið úrvalsleður —■ þér megið leggja sáluhjálp vðar að veði fvrir því. Og komdu svo, drengur minn — léttu akkerum, við erum tillnmir að sigla.“ „Nei, heyrið þér — bíðið andartak við.“ kallaði Páll skóari. „Við verðum að fá að vita. hvað þér heitið — fullt nafn yðar.“ Skipstjórinn var kominn af stað, en

x

Unga Ísland

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.