Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 5

Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 5
UNGA ÍSLAND 5 að kQma hér inn fyrir dyr. En þú ert vel- kominn og gjörðu svo vel og komdu þér í gleðskapinn hjá hinum gestunum.f Runki rúgari: »P>akka ykkur fyrir. Ég legg mig fyrir einhversstaðar, ég er ekk- ert gefinn fyrir gáska.« Gúji gaffall: »Allt í lagi, hafðu það eins og þú vilt, og ef þú vilt láta skera þig í sneiðar, þá er hann Halli hnífur hér við hendina.« Halli hnífur: »Engar sneiðar hér.« (Runki fer inn til hægri). Gúji gaffall: »Heyrðu, manstu annars eftir því, þegar hún Ranka róa kom, þá var hún með heilmikið af þessum fjör- efnum með sér.« Halli hnífur: Já, auminginn. Hún er allt af svo yfirlætislaus og ekki fyrir að trana sér fram, þó að hún sé bæði góð og holl. En líttu á! Þarna eru einhverjir skrítnir ná- ungar á ferðinni. Skyldu þeir vera að koma hingað?« Gúji gaffall: «Já, þeir koma karlarnir, þeir eru alveg að kikna undan byrð- unum. P>að er eins og þeir væru með járn í pokanum.« (Inn koma Keli kjöt og Bensi blóðmör, báðir með poka á bakinu). Kdi kjöt: »Sælir verið þið. Ég vona að þig þekkið okkur frændurna.« Halli hnífur: »Ég ætti að minsta kosti að kannast við þig, það er ekki svo sjald- an, sem við höfum glímt.« Bensi blóðmör: »Og P>ið munið líklega eftir mér, barnið fékk mig til þess að styrkja sig eftir lasleikann.« Kéli kjöt: »P>að er ekki allt matur, sem getur hrósað sér af því, að innihalda jafn nikið járn og j eggjahvítuefni og við Bensi.« Gúji gaffall: »Járn! Ég hélt nú að það væri meðal, sem fólki væri gefið inn. Ekki vissi ég, að járn væri í ykkur, kjöt og blóðmör.« Bensi blóðmör: »Mikið af járni! Við er- um hreinir jötnar. En hvernig er það, er hún Ranka róa ekki boðin? P>ví að ef á að dansa, þá er ég vanur að bjóða henni upp.« Krii kjöt: »Já og hún Kata kartafla, við hana dansa ég oftast.« Halli hnífur: »Já, þið eruð vönust því að leiðast hönd í hönd. Ranka róa situr inni í stofu, en kata kartafla varð að fara heim aftur.« Krii kjöt: »Fara heim aftur! Hafði hún gleymt einhverju?« Halli hnífur: »Nei, það var annað verra hún kom ber.« Hinir: (hneikslaðir) »Ber!« Gúji gaffall: »Já hýðislaus. Hún hafði verið afhýdd áður en hún var soðin. En þið vitið, að þá er svo miklu minni kraft- ur í henni, svo að hún skrapp heim til að klæða sig aftur.« Keli kjöt: »Já, þú segir satt, hún missir mikinn kraft við, að vera soðin hýðislaus. P>egar hún kemur aftur, segðu henni þá, að ég bíði hennar hjá grænmetinu.« (P>eir fara). Halli hnífur: (kallar) »Ég skal skila því.« Gúji gaffall: »P>arna koma Snæi snúð- ur og Vigga vínarbrauð. Pau eru, að ég held, áreiðanlega ekki á boðslistanum.« Halli hnífur: »Nei, það getur þú ver- ið viss um. P>au sem ekki eru annað en bætiefnalaust hveiti og sætindi. Pau skemma tennurnar í barninu og taka lyst- ina frá hollum mat. Við verðum að vera ákveðnir og reka þau á brott.« Framh.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.