Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.01.1938, Blaðsíða 8
8 UNGA ÍSLAND um hendurnar, bara kinkaði kolli til Gunnsu. Síðan fóru allir að syngja. Það var alveg ótrúlegt hvað fólkið söng mikið, og ætlaði aldrei að hætta. Þarna stóð Sigga litla, hélt í hendina á pabba sínum og horfði á alla þessa syngjandi munna. Öðru hvoru leit hún upp í andlit pabba síns, til þess að vita hvort þetta væri ekki að vera búið. Ekki svo að skilja, að Siggu þætti söng- urinn leiðinlegur yfirleitt. Það er bara svo leiðinlegt, þegar verið er að syngja það, sem maður ekki kann. Hefði til dæmis ekki verið nær að syngja: Allir krakkar, allir krakkar eru í skessuleik. Eða þá bara: Gamli Nói, gamli Nói, guðhræddur og vís. Hún fór í hugan- um að fara með kvæðið um Gamla Nóa, bara í huganum ,og þegar hún var búin að fara með kvæðið, þá söng fólkið enn. Hún virti fólkið fyrir sér á nýjan leik, en það var óbreytanlegt. — Þarna sat mamma með litla bróður og reri örlítið fram og aftur, en hann, sem þetta þó snerist allt um, lá þegj- andi og saug túttuna sína, en fékk ekk- ert upp í sig, nema vind. — Og ennþá söng fólkið. Gunnsa frænka stóð við hliðina á Hildi gömlu í Holti og söng fullum hálsi. Gunnsa virtist kunna allt, sem sungið var. Hún þurfti enga bók. Hún bara stóð þarna mjó og hálslöng, í svörtu peysufötunum sínum, með hvítt slifsi, og framan á há'lsinum, undir hökunni, var ákaflega stór kúla, sem tók stundum svo skrítna kippi, þegar Gunnsa söng. — Sigga horfði á þetta stundarkorn; síðan fór hún að athuga, hvort hitt fólkið hefði svona á hálsinum. Jú, hún var ekki frá því, en ekki nærri svona stórar kúlur. Hún þuklaði um hálsinn á sjálfri sér, en fann ekki neitt. Hún gat ekki gert að því að skotra augun- um til Gunnsu, svona í laumi. Það var skrítið að hafa aldrei séð þetta fyrr! Loksins hætti þó fólkið að syngja, en þá fór presturinn að tala þau reiðinnar ósköp. Hann þuldi og þuldi, og stund- um lokaði hann augunum og hélt áfram að þylja. Svo sagði hann allt í einu, skýrt og greinilega. — Hvað á barnið að heita? Og mamma svaraði einnig greini- lega: — Skúli Bjartmar. Þá tók presturinn þvottaskálina með annari hendi, en dýfði hinni niður í fatið og jós vatni yfir höfuð litla bróð- ur, sem varð þannig við, að hann missti út úr sér túttuna og grenjaði af öllum lífs og sálar kröftum.Enpresturinn var ekki alveg á því að hætta, heldur jós köldu vatni yfirþennanhljóðabelg tví- vegis í viðbót. Presturinn talaði eitt- hvað í sífellu, en það heyrðist ekki; litli bróðir, sem nú hét Skúli Bjartmar, hafði hærra. Hann hafði verið truflað- ur svo ónotalega við túttuna sína, og hélt áfram að gráta allan tímann með- an fólkið var að syngja, því að það söng á nýjan leik, eftir að þetta var afstað- ið. En svo var þá þessari athöfn loks- ins lokið ,og eftir að hafa fengið súkku- laði og kaffi, og heilmikið af gómsæt- um kökum, fór fólkið að tínast burtu. Það þakkaði fyrir sig og kvaddi með kossum, sem small í. Svo fór það. Hild- ur gamla í Holti fjasaði mikið um, hve leiðinlegt sér þætti að fá ekki að sjá

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.