Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 8

Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 8
UNGA ÍSLAND Í8 gömul, þegar óhamingjan skall yfir þetta tófuheimili, þarna í urðunum of- an við Stararvatn. Mennirnir höfðu nefnilega komist á snoðir um búskap þessarar fjölskyldu og þá var ekki að sökum að spyrja. Tveir menn í Starardal, sem kallaðir voru „grenjaskyttur“, voru fengnir tíl þess að heimsækja fjölskylduna. Þeir skyldu við heimilið í rúst. Húsmóðirin lá í blóði sínu rétt viö grenisdyrnar, en húsbóndinn lagði á flótta með skotsár á brjóstinu. Börnin voru lokkuð út og áttu nú að flytjast í kössum ofan í byggð. Þetta er annars sorgarsaga og við skulum ekki vera að rekja hana lengur. Ef til vill heyrum við hana eða aðra svipaða sögu síðar. En þessir atburðir áttu sér einmitt stað nóttina sem Skúli var að villast og koma því hér óhjákvæmilega við sögu. Eftir að hann var sofnaður í lautinni sinni, réðust örlög þessa tófuheimilis þarna austur í urðinni. Og einmitt sá atburð- ur varð til þess að frelsa Skúla. Svona getur eins óhamingja orðið öðrum til góðs. -------- Iíafið þið nokkurntíma hugsað út í það, hversu yndislega fagurt landið okk- ar er, einn vormorgun, þegar þoku næt- urinnar léttir og sólin skín í heiði? Ef þið hafið ekki gert það, þá ráðlegg ég ykkur að gera það. Þegar fuglarnir taka að syngja morgunsöngvana og blómin breiða krónur sínar móti ljósinu; krist- alstærar daggirnar glitra á stráunum og gróðurilminn leggur að vitum manns. Hvergi í heiminum er til meiri fegurð. Aldrei var sólskinið jafn dýrðlegt og morguninn eftir þokunótt. Þeir höfðu verið upp á fjalli þessa nótt, Jói, bóndinn í Seli, og Gvendur á Grjóti, en nú voru þeir á leið til byggða. Uppi á hálsinum meðfram Stararvatni voru þeir á ferð, tveir með þrjá hesta. Á einum hestinum var farangur þeirra, tjald og annar útbúnaður, ásamt fimm tófuyrðlingum í kassa. Báðir reiddu þeir byssu um öxl. Vatnið var slétt eins og spegill og í hlíðunum hinum megin við það undi sauðféð í ró og næði. Nú þurftu ærnar ekki lengur að óttast um lömbin sín. Sá, sem mest hafði ofsótt þær undanfarið, var nú orðinn óskaðlegur og heimili hans gjöreyðilagt. Náttúran öll vitnaði um frið og leði lífsins þennan vor- morgun, nema ef til vill nokkrir tófu- yrðlingar í kassa. Þeir ýlfruðu öðru hvoru vegna hristingsins og kannske voru þeir svangir. Jói og Gvendur voru báðir syfjaðir, en samt kátir og ánægðir með ferðina. Þeir voru komnir spölkorn niður fyrir vatnsendann og bráðum kæmust þeir svo langt, að halla færi undan fæti. — Ég held maður fái sér nú í nefið einu sinni enn — sagði Jón í Seli, kast- aði beislistaurhunum á makkann á Brún sínum, svo fór hann ofan í buxna- vasa sinn og dró upp tóbaksbaukinn sem hann Eallaði „Mjóna“ og sagði: — „Þú ættir, held ég, Gvendur minn, að fá þér örlitla hressingu úr honum Mjóna mínum líka“. Ekki vildi Gvendur það. Jói tók svo tappann úr bauknum og ætlaði að fara að halla höfðinu aftur á við og hella dálítilli tóbaksgusu inn í nefið á sér, þegar hann allt í einu hætti við það og kippti taumunum upp, svo að Brúnn nam staðar. — IJeyrðu, Gvendur! Hvað er þetta, Gvendur? Líttu á! Rétt til hliðar við þá, í grasivax- inni laut lá lítill drengur og svaf. Hann

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.