Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 15

Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 15
UNGA ÍSLAND 55 henst langt, langt, eitthvað út í geim- inn. Ég var svo einkennilega léttur í lund. Daginn eftir fór ég aftur, og viti menn, þá flögðraði grágæsin upp úr hreiðrinu og út á vatnið. »Húrra! Áldrei skal ég ræna frá þér eggjunum. Og skilaðu frá mér til hinna fuglanna, að þeir megi vera alveg ó- hræddir um eggin sin, þó að ég gangi nærri hreiðri þeirra!« kallaði ég til gæs- arinnar. Fáum dögum eftir þetta komu ung- arnir úr eggjunum, og einn góðviðrisdag sá ég hana með alla ungana í einni halarófu á eftir sér, úti á Núpsvatni. — »Ef þú hefðir nú soðið eggín, þá hefðir þú oröið valdur að dauða átta grágæsarunga! Þú skalt aldrei nokkurn- tíma ræna fuglshreiður, hvorki grágæsar né annara«, hugsaði ég, og það hefi ég efnt trúlega hingað til og ætla að reyna það framvegis«. »Það ætla ég líka að gera«, sagði Sveinn. »Við skulum kappkosta að vera góðir við dýrin«, Drengirnir leiddust heim túnið, sólin var horfin bak við fjöllin, og svanurinn söng kvöldljóðin sín. Ólafur Þ. Inguarsson, (15 ára). Frúin: „Hvað hafið þér verið lengi atvinnulaus, veslingur ?“ Betlarinn: „Bíðum við. — Ég er fæddur 1880. — Jú, 58 ár mun það vera orðið. í skólanum. (Lag: I fjalladal). 1 skólanum, í skólanum er skemmtilegt að vera. Við lærum þar að lesa strax, við leirinn hnoðum eins og vax. í skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera. 1 skólanum, í skólanum, er skemmtliegt að vera. Við lærum þar að skrifa skjótt, — við skrifum stundum fram á nótt. í skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera. í skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera. Við teiknum líka — og teiknum vel, við teiknum bæði hund og sel. 1 skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera. í skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera. Við erum alltaf glöð og góð og göngum oftast prúð og hljóð. 1 skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera. Við erum alltaf hýr og hrein, og höfum aldrei verið sein. í skólanum, í skólanum, er skemmtilegt að vera. Sigurður Gunnarsson,

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.