Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 20

Unga Ísland - 01.04.1938, Blaðsíða 20
60 UNGA ÍSLAND Ráðningar á felunafnavísum i síðasta blaði Grímur Agnar Gunnar Hreinn Gissur Ragnar Snær Kolbeínn Egill Pálmi Alfons Örn Oddur Hjálmar Skúli Björn. Hermann Brandur Helgi Einar Hannes Vigfús Óskar Randvar Elís Steinar Eggert Sigfús. Elín Nanna Inga Dóra Unnur Bára Hrefna Anna Hulda Þóra Halla Lára. Kolla Fála Klumba Björk Kelda Hyrna Grána Hnakka Skála Háleit Svört Hnífla Gríma Mána. Ráðningar. á gátum í síðasta hefti. Á blaðsíðu 41: 1. 'Skórinn. 2. Útvarpstæki. 3. Gröfin. Á blaðsíðu 44: 1. Ró. 2. Biti. 3. Gáta. Kyslu mig aftur. Við fjöfleikahús nokkurt var meðal annars fágætis til sýnis, dvergur einn og tröllvaxin stúlka. UNGA ISLAND Eign Rauöa Kross íslands. Kemur út í 16 síöu heftum, 10 sinnum á ári. 10. heftið er vandatS jólahefti. Skilvísir kaupendur fá auk þess Almanak skólabarna. Verð blaösins er aðeins kr. 2,50 árg:. Gjalddagi blaðsins er 1. apríl. Ritstjórn annast: Arngrírrmr Kristjánsson og Kristín Thoroddsen. Afgreiðslu og innheimtu blaðsins annast skrifstofa Rauða Krossins, Hafnarstræti 5, herbergi 16—17 (Mjólkurfélagshúsið). Skrif- stofutími kl. 10—12 og 2—4. Póstbox 927. Prentaö í isafoldarprentsmiðju.___ Varð dvergurinn ákaflega ástfanginn í tröllkonunni. Einu sinni fóru þau á skemmtigöngu út fyrir borgina. Bar þau þá að smiðju einni og var þar fyrir utan steðji einn stór. — Dvergurinn grát- bændi nú ástmey sína um koss, og aldrei þessu vant, fékk hann jáyrði. — En vegna vaxtarmismunarins var ekki viðlit, að hann næði upp að hinum sárþráðu vörum. — Tók hann þá það ráð, að klifra upp steðjann, svo að ást- mey hans þyrfti ekki að fara á hnén. Svo fékk hann kossinn. Héldu þau svo af stað, en dvergur- inn, sem nú hafði komist á bragðið, þráði mjög ákaft meira af slíkum sælu- drykk. Eftir nokkra stund leit hann biðj- andi augum upp fyrir sig og stundi: „Fæ ég einn koss aftur — elskan mín?“ „Nei, þetta er nóg í bráðina". „Aðeins einn einasta“. „Nei“. „Ég held ég drasli þá ekki lengur þessum steðja með mér“, sagði dvergur- inn, stúrinn og slituppgefinn.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.