Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 11

Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 11
UNGA ISLAND 99 þú drífur þig að verða læs, þá geturðu víða lesið um eldgos. Alltaf var það sama sagan, alltaf þurfti hann fyrst af öllu að læra að lesa. Það var ómögulegt að vita neitt, nema maður kynni að lesa. Og ómögulegt að vera maður, nema vita mikið og vilja vita meira. — Kemur þá eldur upp úr jörðunni, mamma ? — Já, það kemur eldur upp úr jörð- unni og oft kemur líka mikið bráðið grjót, sem kallast hraun. Stundum hef- ur hraunið runnið yfir marga bæi og gjöreyðilagt þá. Eldgosin eru voðaleg. Hann stóð með opinn munninn og starði út um gluggann. — Hefur þá ekki líka fólkið dáið? spurði hann. — Stundum, stundum getað flúið. Þau stóðu við gluggann, öll fjögur, og horfðu á mökkinn. Siggu langaði til að segja eitthvað, upplýsa eitthvað í mál- inu. Hún hafði ábyggilega lesið það einhversstaðar, að þessir logar, sem sjást þegar eldgos eru, séu ekki raun- verulegur eldur. Átti hún að segja það? Nei, mamma sagði, að það væri eldur og þá hlaut það að vera rétt. — Getur þetta eldgos þá ekki eyði- lagt bæinn okkar? spurði Skúli Bjart- mar. — Ég veit ekki, væni minn, sagði marnrna hans. Þetta er sjálfsagt mjög langt í burtu, en ef það stendur lengi getur það sjálfsagt haft illt í för með sér fyrir alla á þessu landi. Þess eru mörg dæmi á íslandi. — Island er allt orðið til af eldgos- um, ég hefi lesið um það í skólanum, sagði Sigga. Frh. Áskell Snorrason tónskáld. Skrifstafirnir. Lga: Gamli Nói. Okkur höllum, okkur höllum, ögn til hægri. Sko! Höldum höndum saman. Hæ! Það er svo gaman. Jafnir, háir, jafnir, lágir. Jónsi skrifar svo. Ekki hvassir, ekki þröngir. Allir syngja í kór: Að gera okkur gleiða, geispandi og leiða, það er kattar-, það er kattar-, það er kattar-klór. Valdimar Össurarson.

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.