Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 18

Unga Ísland - 01.09.1938, Blaðsíða 18
106 UNGA ÍSLAND LESKAFLAR FYBIB LITLU BÖBNIN Æfintýri Helgu fögru. Dísa og Dóri hlupu kringum tjörnina. Þau ætluðu að bíða, þangað til skipið kæmi að lancli. En það fór hægt, því að nú var næstum því komið logn. Ef til vill var það strandað, að minnsta kosti sást ekki að það hreyfðist. Dísa og Dóri settust á tvær þúf- ur hvort á móti öðru og biðu. Hún horfði stöðugt út á tjörnina, reitti gras og mosa með annarri hendi og studdi hinni undir kinn. Allt í einu stökk hún á fætur og æpti: „Ó, þetta er voðalegt!“ „Nei, þetta er ekkert voðalegt“, sagði Dóri. „Bráðum kemur skip- ið að landi og þá getur þú náð í Helgu“. Dísa værð þá enn hávær- ari en áður og sagði: „Ég er ekki að tala um skipið og Helgu. Ég er að tala um þennan andstyggi- lega snigil, sem er að skríða á þúfunni minni. Ég kom við hann með hendinni. Það fór hrollur .um hana,, þeg- ar hún hugsaði til þess, hvað snig- illinn var kaldur og slímugur. En Dóri hló. „Ertu hrædd við þetta litla kvikindi?“ sagði hann. „Þá held ég þú værir hrædd við stóru, grimmu dýrin í útlöndum, slöngur, krókódíla og tígrisdýr. Þau eru svo stór og grimm, að þau veiða kindur og kýr, já, og meira að segja menn, rétt eins og þegar kettirnir hjá okkur veiða mýs og rottur“. „Ætli þú yrðir ekki hræddur líka“, sagði Dísa. „Nei, ég yrði ekki hræddur“, svaraði Dóri. „Ég hefði auðvitað byssu. Ég hef líka séð bæði slöngu og krókódíl og varð ekki sérlega hræddur. Ég sá þessi dýr í Safnahúsinu í Reykja- vík“. „Voru þau lifandi?“ spurði Dísa. „Nei, þau voru ekki lifandi, en pabbi hefir séð lifandi tígris- dýr. En það var inni í búri, svo að það var ekkert hættulegt“. Dísa og Dóri töluðu síðan lengi um allar þær hættur, sem menn geta ratað í, þegar þeir koma til útlanda. En svo kom mamma Dísu út og kallaði á þau. Kvöldmatur- inn var tilbúinn. Þau urðu að fara heim, þó að skipið væri ekki kom-

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.