Unga Ísland - 01.05.1939, Blaðsíða 3

Unga Ísland - 01.05.1939, Blaðsíða 3
^nI5LRHD ___ XXXIV. ÁRG. 5. HEFTI MAÍ1939 Við nýafstaðið fullnaðarpróf í barna- skólum Reykjavíkur voru allir nemend- ur reyndir í stafsetningu. Skrifuðu þeir eftir upplestri nokkrar setningar, samtals 50 orð, sem þannig voru val- in, að þau réyndu á flestar meginregl- ur íslenskrar stafsetningar. Auk þess skyldi hver nemandi gera ritgerð um eitthvert þessara þriggja efna: 1. Þegar ég dvaldi í sveitinni. 2. Óhapp, sem ég hef orðið fyrir. 3. Besta leikfang, sem ég hef eignast. Hér eru sýnishorn nokkurra úr- iausna: Þegar ég var í sveitinni. I sumar var ég í hálfa þriðju viku í Brautarholti á Skeiðum. Þar var barnaheimili og náttúrulega ósköpin öll af krökkum. Þegar ég kom, þyrptust krakkarnir utan um mig og fóru að tína brjóstsykur, sem hafði dottið úr poka og festst utan á mér. Daginn eft- ir var sunnudagur. Þá fór ég með krökkunum á berjamóa. Þegar stelp- urnar fóru að hátta um kvöldið, báðu þær mig að segja sér sögu, og það gerði ég á hverju kvöldi síðan. Næsta vika var reglulega skemmtileg. Við fórum í boltaleik, róluðum okkur, lék- um okkur í hlöðu, sem var rétt hjá. Stundum á kvöldin fengum við að dansa og syngja. Svona liðu dagarnir hver af öðrum. Einn sunnudag fengum við að fara upp á Vörðufell á berja- móa. Við lögðum af stað um hádegið, gengum tvö og tvö saman. Þegar við komum upp eftir, borðuðum við nestið okkar; svo fórum við að tína berin. Krakkarnir fóru út um alit og keppt- ust við að tína. Um kl. 8 komum við heim aftur og fórum rétt strax að hátta. Þegar við fórum til Reykjavík- ur; komu tveir stórir bílár að sækja okkur. Ég var fegin að vera komin heim aftur og hlakkaði til að byrja í skólanum. S. I. Óhapp, sem ég hef orðið fyrir. Það var eitt sinn, er allt heimafólk mitt var úti á túni að raka, að vinnu- konan, sem var ein heima, bað mig um að færa fólkinu kaffi út á tún. Mér þótti nú vinnukonan heldur en ekki frek að biðja mig um það, — ég, sem var að leika mér með bi'úðurnar mínar, og hafði auðvitað nóg að gera, þar sem ég átti eftir að klæða allar brúðurnar. En samt lét ég þó tilleið- ast og þrammaði af stað með ólund. En ég var skammt komin, þegar ég rak tærnar í stein og datt kylliflöt á mag- ann og mölbraut allar flöskurnar. Ekki

x

Unga Ísland

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Unga Ísland
https://timarit.is/publication/894

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.